is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34542

Titill: 
  • Dropinn holar steininn : starfendarannsókn um kennslu í fjölmenningarlegum nemendahópum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Slíkar breytingar á samsetningu nemendahópa kalla á nýja nálgun og viðhorf í skólastarfi. Í ritgerðinni er greint frá starfendarannsókn sem unnin var veturinn 2017-2018.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa viðhorf og kennsluhætti í grunnskóla til þess að koma til móts við nemendur sem bera með sér ólíkan menningar- og tungumálabakgrunn inn í skólastarfið. Markmiðið sneri að því að efla mig í þeim ólíku hlutverkum sem ég var í innan skólans. Þar sem um er að ræða starfendarannsókn sneri rannsóknin fyrst og fremst að því að skoða sjálfa mig í samskiptum við eigið starfsumhverfi, starfsfólk og nemendur. Óbeinir þátttakendur í rannsókninni voru nemendur mínir og samstarfsmenn. Helstu rannsóknargögn voru rannsóknardagbók, verkefni nemenda, fundir, samtöl og mánudagspóstar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kennarar þurfa að vera meðvitaðir um eigin hugmyndir og viðhorf til náms, kennslu og árangurs í fjölmenningarlegum nemendahópum. Þeir þurfa að leita leiða til þess að mæta öllum nemendum. Það gera þeir með því að skapa ólík námsrými þar sem menningarmiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi. Þannig eru auðlindir nemenda, menningarbakgrunnur og reynsla nemenda grundvöllur fyrir námi þeirra og námsframvindu. Einnig er mikilvægt fyrir kennara að meta ólíka hæfni og þekkingu nemenda með fjölbreyttum aðferðum og verkefnum.
    Það er ekki sjálfgefið að kennarar hafi öðlast þekkingu eða reynslu til þess að koma til móts við fjölmenningarlega nemendahópa. Markviss stuðningur við kennara og skilningur á starfi þeirra, vilji til þess að breyta og raunverulega koma til móts við alla nemendur er forsenda þess að hægt sé að þróa kennsluhætti til þess að mæta nemendur sem bera með sér ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn inn í skólastarfið í íslenskum grunnskólum á merkingarbæran hátt.

  • Útdráttur er á ensku

    The number of immigrant students has increased greatly in recent years. Such changes in the combination of students call for a new approach and views in education. This dissertation discusses an action research carried out during the winter of 2017-2018.
    The purpose of the research was to develop views and teaching methods for elementary schools towards accommodating students who bring a different cultural and linguistic backgrounds into the work carried out in schools, especially in my own teaching. The objective was thus to increase my own strength in teaching and knowledge for the different roles I had within the school. Since this is an action research, the research was primarily concentrated on reflecting on my dealings with my own work environment, colleagues and students. My students and colleagues were indirect participants in the research. The main research materials were a research diary, student assignments, meetings, conversations and Monday emails.
    The main results from the research is that teachers must be aware of their own ideas and views towards education, teaching and achievements in multi-cultural student groups. They must find ways to accommodate all students. They can do this by creating different learning environments, where culturally reponsive is the model. Thus, the resources, cultural
    backgrounds and experiences of students become the foundation for their education and educational progress. It is also essential that teachers use diverse methods and assignments to evaluate the unequal capacity and knowledge of students.
    We cannot take for granted that teachers have acquired the knowledge or experience to accommodate multi-cultural student groups. Targeted teacher support, the will to change and really empower all students is the prerequisite for developing teaching methods in order to accommodate students bringing a different linguistic and cultural background into the work carried out in schools in Icelandic elementary schools.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni 2.okt 2019.pdf1,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf199,22 kBLokaðurYfirlýsingPDF