Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34544
Rannsóknir sýna að oft er stórt bil á milli góðra áforma um menntaumbætur og þess raunverulega árangurs sem af þeim hlýst. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort vitundargrunduð menntun geti komið að gagni í íslenskum framhaldsskólum og brúað betur bilið á milli þeirra menntunarmarkmiða sem felast í Aðalnámskrá fram-haldsskóla og raunverulegs árangurs af þeim. Í þessu skyni rýni ég í grunnþætti menntunar í Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 og þær áskoranir sem framhalds-skólar á Íslandi standa frammi fyrir með það fyrir augum að kanna hvort helstu þættir vitundargrundaðrar menntunar, innhverf íhugun og sidhi-tæknin, geti komið að gagni. Rannsóknarspurningin er svohljóðandi: „Er vitundargrunduð menntun gagnleg leið til að uppfylla almenn markmið Aðalnámskrár framhaldsskóla og bregðast við hindrunum í íslenskum framhaldsskólum?“
Vitundargrunduð menntun hefur verið þróuð og notuð í skólastarfi víða um heim í áratugi. Hátt á fjórða hundrað ritrýndar rannsóknir á lykilþáttum hennar, innhverfri í-hug¬un og sidhi-tækninni, hafa birst reglulega í vísindatímaritum frá árinu 1970. Rann-sóknirnar sýna meðal annars að dagleg iðkun þessara aðferða í nokkrar mínútur meðal kennara og nemenda eykur greind, athygli, sköpunarhæfni, minni og námsárangur auk þess að stuðla að margvíslegum persónuleikaþroska. Dagleg iðkun hefur jafnframt áhrif á hegðun og hegðunartengd vandamál í skólastarfi, streitu, kvíða, þunglyndi, blóðþrýsting og svefnleysi auk þess að hafa áhrif á kulnun í starfi kennara.
Í umfjöllun minni dreg ég annars vegar fram einstök atriði í markmiðum grunnþátta menntunar í Aðalnámskrá framhaldsskóla, hins vegar helstu áskoranir sem framhalds-skólar á Íslandi glíma við og tengi hvorttveggja viðeigandi rannsóknum á vitundundar-grundaðri menntun.
Niðurstaða mín er sú að áratuga rannsóknir á vitundargrundaðri menntun bendi til að hún geti í senn verið gagnleg leið til að uppfylla öll almenn markmið Aðalnámskrár og á sama tíma leið til að bregðast við áskorunum í íslenskum framhaldsskólum. Þar með tel ég að hún geti brúað betur bilið á milli þeirra góðu umbótaáforma sem felast í Aðalnám-skránni og þeirra breytinga sem raunverulega hljótast af þeim.
Researches have shown that there is frequently a huge gap between educational reforms and their real success. The purpose of my research is to find out whether Consciousness Based Education can benefit the upper secondary level schools in Iceland and better bridge the gap between the educational reform which is implied in the general aims of
the National Curriculum Guide and its real outcome. To do so I look into the fundamental pillars of education in the Icelandic National Curriculum Guide for upper secondary schools and the challenges these schools face, to explore whether the key components of Consciousness Based Education, the Transcendental Meditation and the Transcendental Meditation Sidhi-program, can benefit. The research question is, therefore: “Is Consciousness Based Education a practical way to fulfill the general aims of the National Curriculum Guide for upper secondary schools and react to obstacles in the Icelandic upper secondary schools?“
Consciousness Based Education has been developed and used in schools around the world for decades. Nearly 400 peer-reviewed researches on its key components, the Transcendental Meditation Technique and the TM Sidhi-program, have been published regularly in scientific journals since 1970. They show, among other things, that daily practice of these techniques for a few minutes, among teachers and students, increases intelligence, attention, creativity, memory and educational success as well as to promote comprehensive personal development. Daily practice also influences behavior and behavioral problems in schools,stress, anxiety, depression, high blood pressure and insomnia besides influencing teacher burnout.
First, in my research, I outline individual factors of the pillars of education in the Icelandic Curriculum Guide for upper secondary schools and, second, I outline the challenges that upper secondary schools in Iceland deal with and then connect these factors to the appropriate researches on Consciousness Based Education.
My conclusion is that the outcome of decades of research on Consciousness Based Education shows that it can both be a practical way to help fulfill the general aims of the Icelandic National Curriculum Guide and at the same time be a way to react to obstacles in upper secondary schools. Therefore I believe that it can better bridge the gap between the good reform intentions implied in the National Curriculum Guide and the real changes that result from them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MEd-ritg_Ari Halldórsson.pdf | 5,8 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_MEd_Ari.pdf | 107,37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |