is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34545

Titill: 
 • Glíma þroskaþjálfa við að ná tökum á kennslu : hugsmíðahyggja og kennsluaðferðir fyrir nemendur með þroskahömlun og skyldar raskanir
 • Titill er á ensku The struggle social educators have in mastering teaching social constructivism and teaching methods for students with intellectual disabilities
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti í starfi með nemendum sem glíma við þroskahömlun og skyldar raskanir. Kennslan þarf að vera markviss, sveigjanleg og sjónræn.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um starfendarannsókn sem unnið var að í þrjár annir. Vinnan við rannsóknina hófst vorönn 2018 og lauk henni vorið 2019. Tilgangur rannsóknarinnar var að rýna í starf mitt sem kennara og ígrunda kennsluaðferðir út frá hugsmíðahyggju. Höfundur var aðalþátttakandinn en nýtti mér aðstoð nemenda minna til að finna svar við rannsóknarspurningunum. Áherslan var að skoða þá áfanga sem ég kenndi og hafði að markmiði að finna kennsluaðferðir sem nýttust mér til að ná betur til nemenda.
  Niðurstöðurnar sýndu að skipulagi var ábótavant í upphafi rannsóknartímabilsins. Ég mætti vel undirbúin með verkefni sem varðaði innihald áfangans en mig skorti ákveðnara skipulag á kennsluaðferðum til að koma námsefninu betur til skila. Áður en ég byrjaði að starfa sem kennari vann ég sem þroskaþjálfi þar sem áherslan var á einstaklingsþjálfun. Á nýjum vettvangi breyttist starfið, kennsla stærri hópa fór fram og það var eins og ég áttaði mig ekki á nauðsyn þess að yfirfæra þroskaþjálfaþekkingu mína yfir í annað starfsumhverfi og nýta hana í bland við nýja kennslufræðilegaþekkingu.
  Á þessum þremur önnum lærði ég hvað það skiptir miklu máli að þekkja til fjölbreyttra kennsluaðferða. Þá er hægt að taka fyrir eina aðferð og leggja áherslu á að ná góðum tökum á henni. Út frá þeirri aðferð er síðan hægt að vinna og blanda saman kennsluaðferðum sem þarf að viðhafa til að vinna með ólíkum nemendum. Það að ná tökum á fjölbreyttum kennsluaðferðum styrkti mig sem kennara, auðveldara var að aðlaga kennsluna að hverjum og einum og gerði nemendurna sjálfstæðari. Óvæntum atvikum fækkaði og auðveldara var að vinna úr þeim.

 • Útdráttur er á ensku

  Using variable teaching methods when working with disabled and students with related disorders is important. The teaching has to be effective, flexible and visual. In this essay I will talk about an action research that I worked on for three semesters. I started the research in the spring of 2018 and finished it in the spring of 2019. The purpose of this research was to review myself as a teacher and I was the main participant but I got help from my students to find the answer to the research question. The main focus was on two courses I teach, mathematics and sloyd and my goal was to find teaching methods that would help me connect better with the students.
  The results showed that I wasn´t organized enough at the start of the experimental research period. I created projects where the subject was relevant to the class, but I lacked a better structure to deliver the subject to the students. Before I started working as a teacher I was working as a social educator, where the main focus is on the individual persons involved and their training. On a new platform the work changed, the focus was now changed to larger groups and it was like I didn´t realize the need to bring the knowledge from my previous platform in social education to the new one in teaching, and use it in conjuction with new subjects.
  After three semesters I have learned how important it is to know versatile teaching methods. You can choose one method and get a good grip on that. You can than build on that method and integrate it with other teaching methods to meet the needs of different students. Gaining good knowledge of the teaching methods made me stronger as a teacher, supported the students´ independence and it was easier to adjust the studies to each of them. Unexpected situations became fewer and I found them easier to solve.

Samþykkt: 
 • 29.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaeintak 25.9.pdf788.13 kBLokaður til...17.09.2030HeildartextiPDF
yfirlýsing_AHG.pdf206.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF