Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34548
Íslensk rapptónlist hefur notið mikilla vinsælda undanfarin misseri meðal ungmenna og ungs fólks. Vímuefnaneysla, hlutgerving kvenna og fleiri neikvæð umfjöllunarefni í textum íslenskra rappara hafa aftur á móti verið mikið í umræðunni í samfélaginu, en þó hefur lítið verið um rannsóknir á þeim efnum. Í þessari rannsókn er meðal annars stuðst við kenningar Butler um kyngervi og hugmyndir Foucault um orðræður til að greina texta íslenskra rappara. Einnig er gert grein fyrir sögu rapptónlistar og hvaða hlutverki hún gegnir annars staðar í hinum vestræna heimi, til dæmis í Bandaríkjunum. Þar að auki er vísað í niðurstöður ýmissa erlendra rannsókna á rapptónlist til samanburðar við niðurstöður greiningarinnar. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvaða skilaboð íslensk rapptónlist er að varpa fram til ungs fólk með því að greina íslenska rapptexta og hvaða orðræður hafa mótað þá. Þar að auki er varpað ljósi á hlutverk vímuefna í textunum og greint er hvernig hugmyndir um karlmennsku birtast í þeim. Rannsókn þessi er eigindleg og voru rapptextar ýmissa rappara greindir með orðræðugreiningu að hætti Foucault og tákngreiningu, en stuðst er við texta ellefu íslenskra rappara í niðurstöðum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna hvernig rapparar nota vímuefni til að skapa ákveðna ímynd af sjálfum sér og sýnir rannsóknin að vímuefni og notkun þeirra birtist á jákvæðan hátt í íslenskum rapptextum. Í textunum kemur einnig fram hvernig rapparar nota vímuna til að flýja vandamál og erfiði í lífi sínu. Þær orðræður sem mótuðu helst rapptextana snérust að karlmennsku, valdi og hefðbundnum kvenleika. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á hvernig íslenskir rapparar hafa staðsett sig í bandarískri orðræðu og hvernig það birtist í textum þeirra.
As Icelandic rap music has grown in popularity among the country’s young people in recent years, concerns about the impacts of lyrical content have been raised by the community. Contentious subject matter includes drug abuse and misogyny; however, little research has been carried out on this topic. This qualitative study aims to examine the messages communicated to young people by Icelandic male rappers through their song lyrics and the discourses that influence those lyrics. In addition, this research aims to explain the the role of drugs in the male rap artists’ lyrical content, as well as how drugs are portrayed and how masculinity is performed in the lyrics. This study analyses the lyrics of eleven modern Icelandic male rap artists using Butler’s theories of gender and its performance, Foucauldian discourse analysis, and semiotic analysis. Findings are discussed in the context of the history of rap music and its role in Western societies, such as the United States. The eleven Icelandic rap songs included in the analysis use references to drugs and intoxication to either portray a certain masculine image of themselves or to show how they use drugs to get through difficult times. The findings show that most of the songs that were analysed portrayed drug use in a positive way. The most prominent discourses were on masculinity, femininity, money and power. Icelandic male rappers tend to position themselves within the American rap discourse, drawing on similar signs and symbols in their lyrics.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ÁsdísErlaÞorsteinsdóttir_MAVERKEFNI.pdf | 697.36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_Yfirlysing_Lokaverkefni2019.pdf | 212.39 kB | Lokaður | Yfirlýsing |