is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34555

Titill: 
  • "Það fer ekkert nám fram ef börnunum líður ekki vel" : velferð nemenda á skóladegi
  • Titill er á ensku "Learning becomes difficult if the children are not feeling good" : students wellbeing while at school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á getu grunnskólakerfisins til þess að hlúa að velferð nemenda og um leið að benda á þætti sem þarf að bæta í kerfinu til þess að betur sé hægt að sinna þessum þætti skólastarfsins. Hér er leitast við að svara því með hvaða hætti grunnskólakennarar í heilsueflandi grunnskólum hlúa að huglægri, félagslegri og efnislegri velferð nemenda sinna og hvaða hindranir þeir telji helst verða á vegi þeirra í þeirri vinnu. Hér er um eigindlega tilviksrannsókn að ræða þar sem tekin voru opin viðtöl við átta kennara sem allir kenna við heilsueflandi grunnskóla á Höfuðborgarsvæðinu. Kennararnir kenna á öllum stigum grunnskólans. Flestir eru umsjónarkennarar en einnig er þar að finna faggreinakennara, sérkennara og list- og verkgreinakennara. Þátt tóku tveir karlmenn og sex konur sem öll hafa mikla kennslureynslu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þessir kennarar telja sig hlúa að huglægri, félagslegri og efnislegri velferð nemenda sinna með því að stuðla að góðum skólabrag. Það gera þeir með eflingu jákvæðra viðhorfa nemenda gagnvart sjálfum sér, kennurunum, skólanum, náminu og félögunum. Inni í þeirri eflingu er falin myndun persónulegra tengsla kennara við nemendur, jákvæð félagstengsl milli nemenda og skýr bekkjarstjórnun auk styðjandi og áhugahvetjandi kennsluhátta. Uppeldi sem ýtir undir siðferði nemenda og hegðun kemur einnig skýrt fram. Helstu hindranir sem þessir kennararnir upplifa er skortur á stefnumótun og úrræðum varðandi erfið samskipti við foreldra og slæmt aðgengi að faglegri ráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Einnig benda þeir á erfiðleika við að finna tíma fyrir slökun í stundaskrá. Tengslaleysi unglinga við umsjónarkennara er einnig áhyggjuefni auk þess sem fáar og takmarkaðar leiðir eru til þess að efla sjálfræði nemenda. Framlag rannsóknarinnar beinist að því að benda á leiðir sem stuðlað gætu að aukinni velferð grunnskólanemenda með það fyrir augum að hægt sé að taka mið af þeim við áframhaldandi stefnumótun heilsueflandi grunnskóla. Því til viðbótar er ljósi varpað á þá getu og þær þarfir sem grunnskólarnir hafa í þessum efnum.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study is to understand more fully the primary education system ‘s capabilities to nurture student´s well - being as well as to identify elements that require improvement. This is an attempt to clarify in which way, elementary school teachers in health - promoting elementary schools focus on the subjective, relational and material wellbeing of their students and what obstacles they experience in their work. This is a case study where eight teachers were interviewed – all of which teach at schools in the capital area. The teachers interviewed work on different levels of the elementary school. Most of them are supervisors but also a specialty teacher, a special needs teacher and an art teacher. The group included two men and six women, all of who had extensive teaching experience. The research concluded that by enforcing good school climate, the teachers believe that they contribute to the subjective, relational and material wellbeing of their students. In order to generate good school climate, the teachers focus on building a positive attitude towards themselves, their peers, their education itself as well as towards their teachers and their school. Intertwined with this is the formation of personal bonds between the teacher and the students, positive socials bonds amongst the students, effective class management as well as supportive and inspiring teaching methods. Also, grooming that promotes student’s ethics and behavior. The teachers find that the main obstacle they face, is lack of policy and resolve when faced with difficult relations with parents and lack of access to proper consulting and psychological help. They also point out the inability to schedule time for some relaxation in the class schedules. Teenagers lack of connection with their supervising teachers is also of concern as well as the ways are limited in which student’s autonomy support can be strengthened. The study is aimed at identifying ways to promote the wellbeing of 6-15 years old students – ways that can be used when moving forward in building health-promoting schools. The study, furthermore, identifies the current capabilities and needs that schools have in this regard.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það fer ekkert nám fram ef börnunum líður ekki vel.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf73.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF