Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34556
Rannsóknir á mataræði barna með ADHD sýna að þau neyta mikið af unninni matvöru sem er sæt á bragðið og jafnframt næringarsnauð. Jafnframt borða þau lítið af grænmeti og ávöxtum.
Margar leiðir hafa verið prófaðar til að auka grænmetis- og ávaxtaneyslu barna, ein þessara aðferða er bragð- eða skynþjálfun sem er byggð á Sapere aðferðinni, sem upprunalega kemur frá Frakklandi. Meginmarkmið með Sapere aðferðinni er að kenna börnum að vera meðvituð um fæðu sem þau borða og læra að njóta fæðunnar með öllum skilningarvitunum, þ.e. heyrn, sjón, bragð, lykt og áferð.
Tilgangur þessa verkefnis var að gera samanburð á fæðuvali barna með ADHD og barna án ADHD. Að auki var skoðað hvað þarf að hafa í huga við kennslu barna með ADHD og verkefni tengd bragðlaukaþjálfun sett saman með þeirra þarfir að leiðarljósi. Ritgerðin byggir á gögnum úr stærri rannsókn á matvendni 8 – 12 ára barna sem glíma við taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og einhverfurófsröskun, auk barna án greininga. Í þessari ritgerð var notast við svör 144 sem komu frá foreldrum barna með ADHD með eða án annarra greininga og samanburðarhópi barna án greininga. Niðurstöður sýndu að börn með ADHD borða sjaldnar ávexti og ber og ósætt morgunkorn en börn án greininga, að auki borða hlutfallslega fleiri börn með ADHD franskar og/eða steiktar kartöflur. Einnig kom í ljós að 42,3% barna með ADHD drekka aldrei kranavatn. Það er von höfundar að þessi ritgerð verði til þess að auka umræðuna um fæðuval barna með ADHD og að bragðlaukaþjálfun muni virka sem aðferð til að auka fæðuval og ánægju af fjölbreyttu fæði.
Research on the diet of children with ADHD shows that they consume high amounts of processed foods that are sweet in taste but low in nutrient density. Also, their intake of vegetables and fruits is low.
Diverse methods have been tested to increase children's vegetable and fruit consumption, among them is taste or sensory education based on the Sapere method, originating in France. The main goal of the Sapere method is to teach children to be aware of the food they eat and learn to enjoy the food with all their senses, i.e. hearing, sight, taste, smell and texture.
The purpose of this thesis was to compare food choices of children with ADHD with those of children without ADHD. In addition, an overview is given of the approach needed when teaching children with ADHD. This in turn was used to create study materials for taste education aimed at serving the needs of this group.
This thesis is based on data from a larger study of 8-12-year-old children that have been diagnosed with neurodevelopmental disorders such as ADHD and autism disorder, as well as children without diagnosis. In this thesis, results from a total of 144 parents, comparing children with ADHD with or without other diagnoses with children without diagnoses, are presented. Results showed that children with ADHD ate less fruit and berries and less of unsweetened breakfast cereals than children without diagnosis. In addition, consumption of of french fries and/or fried potatoes was more common among ADHD. It was also found that 42.3% of children with ADHD never drink tap water. It is the author's hope that this thesis will help to broaden the discussion of children's food choices with ADHD and that taste education will in the future serve as a useful tool for increasing their food choices and palate of likable foods.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eyrun_Briem_Fæðuval 8-12 ára barna með ADHD og gerð námsefnis fyrir bragðlaukaþjálfun.pdf | 887,05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_M.Ed.pdf | 299,45 kB | Lokaður | Yfirlýsing |