Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/34557
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna viðhorf skólastjóra til og reynslu þeirra af innleiðingu á aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013. Ritgerðin er byggð á niðurstöðum úr eigindlegri tilviksrannsókn þar sem viðtöl voru tekin við átta skólastjóra í þremur sveitarfélögum á höfðuborgarsvæðinu sem valdir voru af handahófi en stýra allir heildstæðum skólum með meira en 300 nemendum. Markmið rannsóknarinnar er þríþætt. Í fyrsta lagi að kanna viðhorf skólastjóra til nýrrar aðalnámskrár. Hvaða væntingar þeir bera til hennar og hvernig kemur hún þeim fyrir sjónir? Í öðru lagi að skoða innleiðingarferli nýrrar námskrár með hliðsjón af kenningum í breytingastjórnun. Hvaða hindrunum mættu þeir og hvernig var stuðningi þeim til handa háttað? Og í þriðja lagi að kanna þekkingu skólastjóranna á kenningum breytingastjórnunar og hvort að þeir nýttu þær kenningar í ferlinu.
Horft er sérstaklega til þriggja kenningasmiða í breytingastjórnun í fræðilega hluta rannsóknarinnar. Áherslan er á kenningar John P. Kotter um Átta þrepa ferlið (2012), Umbreytingakenningu William Bridges (2009) og Aðgerðarkenningu (TASC) Michael Fullan (2009). Fjallað er um mennta- og námskrárbreytingar (e. educational and curriculum change), uppbyggingu faghæfni (e. capacity building) og áhrif skólastjóra sem leiðtoga á ferli breytinga í skólum.
Helstu niðurstöður eru þær að skólastjórar eru ánægðir með námskránna og þær breytingar sem felast í henni. Þeir upplifðu sig dálítið eina á báti í innleiðingarferlinu og töldu sig hafa fengið lítinn stuðning frá ríki og sveitarfélögunum. Þeir voru óöruggir í ferlinu og horfðu ekki nógu mikið til þess að virkja sem flesta með sér í innleiðingarvinnuna. Þeir báru byrðina á sínum herðum og að mestu einir. Helstu hindranir sem skólastjórar töldu sig hafa mætt í ferlinu voru neikvæð áhrif kjarasamninga, kreppu og mikils vinnuálags sem leiddu af sér of knappan tíma til að vinna að innleiðingunni. Einnig skorti fjármagn. Eins voru viðhorf margra kennara blandin og mikill tími fór í að sannfæra þá um mikilvægi breytinganna. Þegar horft er til þekkingar skólastjóra á kenningum í breytingastjórnun og hagnýtingu þeirra fræða í innleiðingarferlinu kom í ljós að þeir voru óöruggir í þeim efnum og það hamlaði innleiðingunni.
The topic of this dissertation is to examine the attitudes of principals' and their experience in the implementation of the compulsory school curriculum 2011/2013. The dissertation is based on the results of a qualitative case study where interviews were conducted with eight principals in three municipalities in the capital district. The principals were chosen randomly. All managed comprehensive schools with more than 300 students. There are three main aims of this dissertation: Firstly to examine the principal's attitude toward the new national curriculum. What expectations do they have for it and how do they see this new curriculum? Secondly to observe the process of the implementation of the new curriculum regarding theories of change management. What obstacles did they face and how was support provided? And thirdly, to examine the principals' knowledge of change management
theories and whether they used those theories in the process.
I have especially looked into the work of three scholars that have put forward theories about the execution of change in the theoretical part of the study. The focus is on John P. Kotter's Theory of the Eight Stage Process (2012), Transformational Theory of William Bridges (2009) and Theory of Action for System Change (TASC) Michael Fullan (2009). Among other things I discuss the changes of the educational and the curriculum system, the capacity building and last but not least the principals' influence as leaders on the process of change in schools.
Principals are satisfied with the curriculum and the changes that it entails. They experienced to be on their own during the implementation process and felt that they had received little support from the state and local governments. They felt insecure during the process and did not look enough to involve other in the implementation work. They carried the burden on their shoulders and mostly alone. The main barriers that the principals thought they had encountered in the process were the negative effects of wage settlements, the financial crisis and the heavy workload that led to lack of time to work on the implementation. There was also lack of financial support. Likewise, many teachers' attitudes were mixed and much time was spent in convincing them of the importance of the changes. Looking at the principals knowledge of theories of change management and their utilization of knowledge during the implementation process, it came clear that they were insecure in their work and that obstructed the implementation.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð á Menntavísindasviði_FHK2019.pdf | 1,9 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlýsing_Fridthjofur_Karlsson.pdf | 35,88 kB | Locked | Declaration of Access |