Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34559
Markmið þessa lokaverkefnis í tómstunda- og félagsmálafræði er að kanna hvort tómstundamenntun fyrir fanga geti haft áhrif á endurkomutíðni þeirra í fangelsi. Verkefni mitt er tvískipt, annars vegar greinagerð og hins vegar afurð í formi námskeiðs þar sem byggt er á fræðilegum grunni á kenningum og hugtökum tómstundafræðarinnar ásamt erlendum rannsóknum á viðfangsefninu. Aðlögun fanga að samfélaginu eftir afplánun getur oft verið þeim erfið. Það sem einkennir þá oft og tíðum er skortur á félagslegum tengslum, lélegur fjárhagur, lágt menntunarstig, slitrótt atvinnusaga, vímuefna notkun og slæm andleg- og líkamleg heilsa. Þá skortir þá færni og menntun sem þeir þurfa til að geta orðið löghlýðnir borgarar og þátttakendur í samfélaginu og leita því oft í gamlan vana. Rannsóknir benda til að hægt sé að draga úr endurkomutíðni í fangelsum með menntun og þjálfun einstaklinga bæði í og eftir afplánun. Námskeiðið sem þetta lokaverkefni fjallar um hefur það að leiðarljósi að aðstoða einstaklinga við að efla styrkleika sína og trú á eigin getu, markmiðasetningu og við að ná stjórna á eigin lífi. Afurð verkefnisins er þrískipt tómstundamenntunar-námskeið sem kallast "Hvað svo"? og er byggt upp á fræðilegum heimildum tengdum tækjum tómstundafræðinnar, lífsleikni og jákvæðrar sálfræði. Uppbygging námskeiðsins er í formi verkefna, fyrirlestra, umræðna og ígrundunar og er tilgangur þess að hafa áhrif á betrun, líðan og sjálfsmat fanga til að reyna að sporna við endurkomutíðni í fangelsi. Samkvæmt minni vitneskju hefur námskeið sem þetta ekki verið haldið hér á landi og tel ég því þörf fyrir það. Það er mín trú að það muni styrkja fanga í betrunarferli sem mun gagnast þeim bæði í og eftir afplánun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ritgerðin í sniðmati loka pdf.pdf | 462.05 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
námskeiðið-lokaútgáfa pdf.pdf | 157.94 kB | Lokaður til...10.09.2050 | Námskeið | ||
skemman_yfirlysing_Gudbjorg_Lilja.pdf | 17.48 kB | Lokaður | Yfirlýsing |