is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34561

Titill: 
  • Þróun stafsetningar hjá ungum börnum : athugun og greining textadæma nemenda í fyrsta bekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í fyrstu skrifum barna í skóla geta kennarar séð vísbendingar um þróun barnsins framundan í glímunni við ritmálið, lestur og ritun, og því mikilvægt að geta komið auga á einkennin, greint þau og túlkað. Til að skoða hvaða upplýsingar er að finna í textum barna var gagna aflað meðal nemenda í 1. bekk grunnskóla. Verkefnin voru greind og sett í flokka eftir þróunarstigi stafsetningar. Lögð var til grundvallar tilgáta Baldurs Sigurðssonar um líkan af þróunarferli stafsetningar hjá íslenskum börnum sem byggist á rannsókn þeirra Steingríms Þórðarsonar (1987). Í forathugun var líkanið prófað á 17 textadæmum úr fyrsta bekk og síðan var því beitt á textadæmi frá 11 nemendum, sem tekin voru þegar þau byrjuðu í skóla að hausti og aftur þegar þau luku við fyrsta bekk að vori.
    Textar nemenda sýndu vísbendingar um fyrstu tvö stig þróunarinnar, framburðarstig og rithefðarstig, og sjá mátti að nemendur sýndu mun fleiri einkenni rithefðarstigs að vori og að sama skapi færri einkenni framburðarstigs. Í texta eins nemanda komu fram vísbendingar um þriðja stig, orðhlutastig. Niðurstöður gefa til kynna að unnt er að nota kenningar um stigskipt ferli við töku stafsetningar til að greina einkenni í ritun nemenda og meta framfarir þeirra.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GJG-Lokaverkefni.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing lokaverkefnis.pdf40.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF