Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34563
Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða hvaða sýn foreldrar hafa á tilfinningar barna sinna. Lögð var áhersla á að skoða hvaða tilfinningar er mikilvægt að efla hjá börnum og hvaða tilfinningar börnin þekkja að mati foreldra. Auk þess er skoðað hver er ávinningur þess að þekkja og stjórna eigin tilfinningum að mati foreldra. Ásamt því skoðaði ég hvort foreldrar séu kunnugir um starf skóla barna sinna og spurði ég foreldranna hvort og hvernig skólarnir unnu með tilfinningar barna. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn. Í gagnaöflun voru tekin tíu hálf opin viðtöl (e. semi-structured) við foreldra fjögurra til sex ára barna. Sjö barnanna voru í leikskóla en þrjú börn komin í grunnskóla. Viðtölin voru tekin í gegnum netið og síðan þemagreind. Ég notaði hugmyndir mótunarhyggjunnar sem fræðilegt sjónarhorn ritgerðarinnar.
Niðurstöður benda til að foreldrar séu meðvitaðir um börn sín sem tilfinningaverur, að börn þeirra hafi sínar eigin tilfinningar og þau hafi þörf á að sýna og tjá þær. Einnig voru foreldrarnir meðvitaðir um að börnin þurfi aðstoð við að læra að þekkja og stjórna tilfinningunum. Að mati foreldranna eru þau meðvituð um hvaða tilfinningar barnið þeirra þekkir og nefndu þeir tilfinningarnar gleði, reiði, leiða og sorg. Bæði mæðurnar og feðurnir eru á einu máli að börnin þeirra mega hafa, sýna og tjá eigin tilfinningar. Niðurstöður bentu einnig á að foreldrunum fannst mikilvægt að efla grunntilfinningarnar en nefndu að gleði og reiði væri mest áberandi á þessum tiltekna aldri, fjögurra til sex ára. Foreldrarnir voru almennt ekki kunnugir um hvort eða hvernig skólarnir unnu með tilfinningar barna, en var meiri þekking hjá þeim foreldrum sem áttu leikskólabörn. Það er mikilvægt að foreldrar styðji við börn sín er kemur að því að þekkja og stjórna eigin tilfinningum, þar sem það hefur bæði áhrif á vellíðan barnanna og almenna farsæld í lífinu. Barnið er betur í stakk búið að mynda tengsl við aðra, þekkja eigin mörk og vera næmt á tilfinningar annarra ef þekking, stjórn og skilningur er á eigin tilfinningum.
The goal of this study was to examine what vision parents have towards their children’s emotions. The focus was on which emotions are important to promote within the children and what emotions parents believe there children know. Furthermore, what benefits are there for the children in knowing and controlling their emotions in the parent’s opinion. I also looked into if the parents were familiar with the work process within the children’s school and I asked the parents how and if the schools worked with the children’s emotions. This study is a qualitative interview research. During data collection, I conducted ten half-open interviews with the parents of children, ages four to six years old, of which seven were in kindergarten and three attended elementary school. The interviews were conducted over the internet via video and then the
corresponding transcripts were organized by theme. I used ideas from social constructionism as theoretical point of view in this thesis. Results suggest that parents are aware that their children are emotional beings and that they have their own emotions as well as the need to show and express them. The parents were aware of the children’s need for assistance to learn to interpret and control their emotions. Both the mothers and fathers agreed that their children should be allowed to have, show and express their own emotions. Results also show that the parents find it important to strengthen basic emotions in the children, but said that happiness and anger where the most noticeable at this age. The parents knowledge is limited about if and how their schools work with children´s emotions, but those parents that have children in kindergarten are more informed. It is important that the parents support their children when it comes to knowing and controlling their own emotions, where it influences both the child´s well-being and general prosperity in life. The child is better equipped to form relationships with others, knowing its own limits and interpret the feelings of others if the child has knowledge, control and understanding of its own emotions.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
,,Við erum tilfinningar ef ég hugsa út í það'' Sýn foreldra á tilfinningar barna sinna.pdf | 643.53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni_yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.png | 15.6 MB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |