is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34564

Titill: 
 • Að hverju þarf að huga þegar velja á smáforrit til notkunar í stærðfræðikennslu?
 • Titill er á ensku How to select the right Apps to learn and teach mathematics?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ljósi þess að börn allt undir eins árs aldri nota stafræna miðla og tölvutækni daglega tel ég mikilvægt að rannsaka þá notkun og hvernig hægt er að nýta sér þekkingu barnanna í kennslu. Niðurstöður rannsókna gefa það í skyn að spjaldtölvur og smáforrit geti verið hentugt verkfæri til þess að efla stærðfræðilega hæfni nemenda ef þau eru notuð skynsamlega. Markmiðið með þessu verkefni er að fjalla um þá möguleika og þau tækifæri sem felast í því að nota smáforrit í stærðfræðikennslu og hvernig hægt er að leggja mat á slík forrit. Vinsæl smáforrit eru síðan greind með hliðsjón af kenningum um stærðfræðinám.
  Í fyrstu verða skoðuð fræði sem greina frá því hverju er mikilvægt að huga að til þess að stærðfræðinám verði sem árangursríkast. Þá verða nokkur smáforrit valin og verða þau greind út frá þeim þáttum sem hafa komið fram að gott sé að hafa að leiðarljósi til þess að árangursríkt nám eigi sér stað. Niðurstöður gefa til kynna að það sé margt sem þarf að huga að þegar velja á smáforrit til þess að nota í stærðfræðikennslu. Í þessu verkefni voru smáforritin greind út frá eftirtöldum þáttum: Tímapressu, hvort unnið sé að efla hæfni nemenda í að tengja saman ólíkar framsetningar, hvernig tekið er á mistökum, hvort gefinn sé kostur á ígrundun eða hvort það komi upp spurningar og að lokum hvort boðið sé upp á miskrefjandi verkefni. Markmið þessa verkefnis er hvorki að alhæfa hvaða forrit séu best, né vekja athygli á öllu því sem smáforrit þarf að uppfylla til þess að geta mögulega eflt stærðfræðilega hæfni notandans heldur að skoða forrit út frá kenningum er varða áhrifaríkt stærðfræðinám og varpa ljósi á þætti sem gott er að hafa í huga við val á smáforritum. Fáar rannsóknir liggja fyrir um stærðfræðinám, spjaldtölvur og þau forrit sem hægt er að niðurhala í þau og því tel ég að þessi rannsókn og samantekt geti komið bæði verðandi kennurum og starfandi kennurum til góðs.

 • Útdráttur er á ensku

  In today’s world children of all ages are exposed to digital media and tools every day. I feel this is an important topic that needs to be explored and investigated to understand how it can be further utilized in teaching mathematics in an effective way. The main objective of this
  thesis is to explore the possibilities and the opportunities in using apps for mathematic learning and teaching. Apps with high distribution are then analyzed in mathematical contexts and connections.
  At first we will explore studies that discuss what factors are believed to be essential to have in mind for mathematical learning to be successful. We will then extrapolate that towards a number of apps and learn if they have the key characteristics for success. Most findings indicate that a number of things need to be kept in mind when using apps as a support tool for teaching mathematics. In this thesis, I analyzed the apps with regards to these factors: Time pressure, different presentation, how mistakes are dealt with, are there opportunities to improve, are there other options to explain the challenge and finally if there are different levels of challenges available.
  The goal of the thesis is not to identify what apps are the best or superior, or to focus on what requirement the apps need to fulfill or qualify for mathematical teaching but to explore apps with consideration to the theories on what makes an effective mathematical study and bring to light the factors that could be used when choosing an effective app.
  Currently there is little research on mathematics education, tablet computers and the apps that are available to download. That is why I believe that this thesis can be useful to both future and in-service teachers.

Samþykkt: 
 • 29.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HallaHelgaYfirlýsing.pdf658.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Halla Helga Jóhannesdóttir.pdf7.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna