is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34569

Titill: 
 • Tilgangurinn helgar meðalið : starfendarannsókn á samþættingu námsgreina og verkefnamiðuðum kennsluháttum
 • Titill er á ensku The end justifies the means : action research on integrated and task oriented approach to teaching
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslenskt skólakerfi býr yfir styrkleikum sem meðal annars speglast í aðalnámskrá grunnskóla, styrkleikum sem jafnvel telja má vannýtta í skólaumhverfi 21. aldarinnar. Þessi starfendarannsókn var unnin með það að markmiði að brjótast út úr viðjum hefðarinnar og leita verkfæra til að takast á við áskoranir breyttra tíma. Markmið hennar var að kanna hvernig mér ásamt hópi kennara í unglingadeild tækist til við að innleiða breytta kennsluhætti þar sem áhersla var lögð á samþættingu námsgreina og verkefnamiðaða kennsluhætti. Tilgangur okkar með breyttum kennsluháttum var að virkja nemendur í eigin námi, gera námið merkingabærara og stuðla að metnaði þeirra og ábyrgð.
  Sá fræðilegi grunnur sem lagður var til grundvallar verkefnisins voru þættir sem tengjast skólaþróun, kennsluháttum og starfsþróun og hlutverki kennara. Rannsóknin er starfendarannsókn sem unnin var veturinn 2018–2019 og er liður í starfsþróun minni og samstarfsfólks míns. Gögnum var safnað með rannsóknardagbók, rýniviðtölum við nemendur og samkennara, sjálfsmati og verkefnum nemenda, ljósmyndum og kennsluáætlunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru flokkaðar í fjögur meginþemu sem greind voru í þeim gögnum sem lágu til grundvallar. Þau eru: Tilgangur, verkefni í framkvæmd, uppgjör og út fyrir þægindarammann.
  Helstu niðurstöður sem dregnar voru af verkefninu voru að verkefnamiðaðir kennsluhættir henta nemendum almennt vel og nemendur segja þá skila þeim dýpri þekkingu og minna álagi. Þeir upplifa sig einnig hafa meira vald og geta stjórnað tíma sínum betur. Niðurstöður benda einnig til þess að sumir námsþættir séu ekki hentugir til samþættingar. Að auki benda niðurstöður til þess að öflug teymiskennsla og fagleg og virk umræða stuðli að jákvæðri upplifun kennara í skólaþróun.
  Ég tel það mikilvægt íslensku skólastarfi að kennarar fjalli um störf sín og miðli þekkingu sinni. Þannig geta kennarar skapað ný viðmið sem hæfa betur þeirri þekkingu og hæfni sem þarf í skóla framtíðarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  The strengths of the Icelandic educational system are reflected in the Icelandic national curriculum guide for compulsory schools. However, these strengths could be used more efficiently in order to meet the educational requirements of the 21st century. The aim of this action research was to break away from tradition and explore new ways of dealing with the challenges of modern times. The objective was for myself, along with my colleagues, to successfully implement a new approach to teaching within the secondary school department. The novelty of the approach was its emphasis on both integrated and task-oriented teaching. We hoped this initiative would provide the students with a sense of ownership, responsibility and value of their learning as well as encouraging their personal ambition.
  The academic foundations for the project were based on different aspects related to general school development, teachers‘ professional development and their overall role in influencing attitudes and approaches towards teaching and learning. This research is an action-based research that was conducted as a part of my own professional development as well as my colleagues’ in the winter of 2018-2019. Data was collected through focus interviews with students and teachers, students’ evaluations and assignments, as well as photographs, lesson plans and research journals. Four main themes were identified in the process; purpose, project implementation, closure and stepping outside the comfort zone.
  The main conclusions from this research indicate that a task-oriented approach in teaching and learning provides overall benefits to students. The students report they have a deeper understanding of the subjects and that they feel less stressed. They, furthermore, claim that the approach is empowering and that it allows them to manage their time more efficiently. However, the research also indicates that some academic subjects or branches of study are less suitable for integrated teaching than others. Finally, it was identified that effective teamworking and active, professional dialogues, focusing on school development, contribute to creating a positive and empowering experience for teachers.
  In order to develop new standards that are appropriate for the knowledge and skills needed for the future, I believe it is vital that teachers continue to engage in professional dialogues, communicating about their experiences and sharing their knowledge.

Samþykkt: 
 • 29.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÍRIS AÐALSTEINSDÓTTIR - TILGANGURINN HELGAR MEÐALIÐ.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf139.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF