is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34570

Titill: 
 • Rafrænar persónumöppur í leikskóla
 • Titill er á ensku E-portfolio in preschool
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Námsmat í leikskóla á að auka þekkingu foreldra og starfsfólks á þroska barna, námi þeirra og líðan. Persónumöppur barna er ein af þeim leiðum sem leikskólakennarar velja til að safna upplýsingum um nám og vellíðan barna. Samkvæmt síðtímahugmyndum og Aðalnámskrá leikskóla er þátttaka foreldra og barna í gerð skráninga og námsmati mikilvæg. Persónumöppur eru oftast geymdar í leikskólanum og fá foreldrar sjaldan tækifæri til að skoða þær og bæta við skráningum. Til að auka aðgengi foreldra að upplýsingum í persónumöppu og auðvelda skráningar hafa leikskólar undanfarið verið að prófa sig áfram við rafrænar skráningar í stað pappírs.
  Markmið þessarar rannsóknar var að innleiða rafrænar persónumöppur barna (e. e-portfolio) með kerfinu Mentor á elstu deild leikskólans, skoða ávinning og ókosti leiðarinnar og meta hugbúnaðinn Mentor. Skoðað var hvort rafrænar persónumöppur geti verið gagnlegar við að styðja og meta nám og vellíðan barna í leikskóla. Leitað var eftir áliti foreldra á rafrænum skráningum og á Mentor sem upplýsingamiðli. Rannsóknin er starfendarannsókn þar sem þátttakendur voru fjórir starfsmenn á elstu deild leikskóla, auk höfundar. Mentor kerfið var kynnt starfsfólki leikskólans árið 2016. Rannsóknin byrjaði í október 2017 en höfundur hélt dagbók í gegnum allt ferlið. Opin viðtöl voru tekin við starfsmenn deildarinnar og spurningakönnun send út til foreldra barnanna, þar sem 19 af 23 svöruðu.
  Helstu niðurstöður rannsóknirnar sýna jákvætt viðhorf starfsfólksins til skráninga í rafrænar persónumöppur. Starfsmenn deildarinnar voru þeirrar skoðunar að þessi aðferð hjálpi við ígrundun á námi barna og að þetta sé góð leið til að miðla upplýsingum um námið til foreldra. Viðhorf foreldranna voru blendin og töldu nokkrir að rafrænar persónumöppur væru skref í rétta átt á meðan aðrir töldu að slíkt tilheyrði frekar grunnskólanum. Í niðurstöðunum má lesa að það var ekki mikil ánægja á meðal starfsmanna og foreldra með Mentor sem hugbúnað fyrir rafrænar persónumöppur. Ljóst er að rafræn skráning á námi leikskólabarna er það sem koma skal en bæði þarf að þróa kerfin og vinnubrögð starfsfólks frekar.

 • Útdráttur er á ensku

  Assessment in preschool should increase knowledge and understanding of parents and staff of children’s development, their learning and wellbeing. Paper based portfolios are one way which preschool teachers choose as a tool to document and demonstrate children’s learning and wellbeing. Paper-based portfolios are usually stored in the preschool. According to modern ideas, and the Icelandic preschool curriculum, the participation of parents and children in the process of assessment is important. In order to increase parents’ access to information about their child’s learning and wellbeing, preschools have recently been testing the use of electronic portfolios instead of paper. The aim of this study was to introduce e-portfolio using Mentor in the department for the oldest children of the preschool, assess the benefits and disadvantages of the e-portfolio, and Mentor as base for e-portfolios. It was examined whether electronic portfolios can be useful for supporting and assessing children’s learning and wellbeing in preschool. In this study information was collected about parents’ views on electronic portfolios and Mentor as an information medium as well.
  This research is an action research and the partakers were four staff members, including the author. The Mentor system was introduced to preschools in 2016 but the e-portfolio was presented to the participants in October 2017. The author kept a diary throughout the whole duration of this research process. Open interviews were taken with staff members of the department, and a questionnaire sent to the parents, which 19 out of 23 parents answered.
  The main findings of the study showed positive attitudes of staff members towards e-portfolios. The department’s staff believe that this approach helps to reflect on the learning of children and believe that this is a good way to share information about a child’s learning with parents. Parents’ attitudes towards e-portfolios were more mixed. Some of the parents thought that electronic portfolios in Mentor are a step in the right direction, while others thought that e-portfolios in Mentor belong to primary school level. Furthermore, the main findings indicate that the preschool’s staff as well as the parents were not fully convinced by the software system for e-portfolios provided by Mentor. It is clear, that electronic portfolios in preschools are here to stay, but, on the other hand, that the software for e-portfolios, and work methods of staff, need more development.

Samþykkt: 
 • 29.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jelena_kuzminova_rafraenar_personumoppur_i_leikskola skil.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_lokaverkefni_.pdf179 kBLokaðurYfirlýsingPDF