Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/34571
Þessi ritgerð er lokaverkefni mitt til B.Ed. prófs í grunnskólakennslu með áherslu á stærðfræði við Háskóla Íslands. Kennsluhættir í stærðfræði hafa tekið hægfara breytingum í gegnum tíðina og hafa gamlar hefðir ráðið ríkjum þrátt fyrir að ný þekking komi til sögunnar. Hefðbundin stærðfræðikennsla skilar ekki viðunandi námsárangri þar sem nemendur verða eins og hugsunarlausar reiknivélar og geta ekki notað þekkingu sína. Til eru aðferðir sem hvetja nemendur til hugsunar þar sem betur er hlúð að alhliða færni í stærðfræði. Eitt af því sem skilur þessar aðferðir að eru samskiptin í skólastofunni. Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á áhrif samskipta á nám og námsárangur grunnskólanema í stærðfræði. Þá er athugað hvað felst í samskiptum og hvað sé eftirsóknaverður námsárangur í stærðfræði. Niðurstöður verkefnisins sýna að samskipti eru órjúfanlegur hluti í kennslu og námi nemenda. Allri þekkingu er miðlað og hún metin með einhvers konar samskiptum hvort sem það er með tali, táknum eða riti. Þá er bæði mikilvægt að skapa uppbyggjandi námsumhverfi með jákvæðum samskiptum sem og að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig og sínar hugmyndir.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed. ritgerð jthe4.pdf | 451,99 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
L O K A V E R K E F N I.pdf | 24,09 kB | Locked | Yfirlýsing |