is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34572

Titill: 
 • ,,Leysum málið“ námsspil fyrir lífsleikni : kennsluefni fyrir yngsta- og miðstig grunnskóla sem þjálfar nemendur í lausnaleit
 • Titill er á ensku “Solve the case“ a board game in lifeskills education for primary school : helping students to work with problem solving
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Menntun á að stuðla að því að efla hæfni einstaklinga í að takast á við daglegar áskoranir og að leysa hlutverk sín í margbreytilegu samfélagi. Ein leið fyrir nemendur til að læra á sjálfan sig og umhverfið er að spila saman í hóp þar sem reynir á mikilvæga þætti eins og siðferði, viðhorf, samvinnu, tjáningu og lausnamiðun. Verkefni þetta snýst um gerð og þróun námsspilsins Leysum málið og er lokaverkefni í meistaranámi í uppeldis- og kennslufræði. Tilgangur verkefnisins er að auðvelda nemendum á yngsta stigi að vinna með ágreiningsmál í kennslu á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Spilið er ætlað til lífsleiknikennslu á yngsta stigi grunnskóla. Greinagerðin sem fylgir spilinu byggir á áhersluþáttum Aðalnámskrár og kemur inn á lífsleikni og hæfniviðmið samfélagsgreina við lok 4. bekkjar er tengjast reynslu- hugar- og félagsheimi barna. Í greinagerðinni er einnig fjallað um leiki og spil sem kennsluaðferð og hvað hafa ber í huga þegar þróa skal námsspil.
  Við undirbúning og þróun spilsins voru tekin viðtöl við fjóra aðila sem hafa reynslu af spilanotkun eða spilagerð í menntun grunnskólabarna og er sagt frá helstu niðurstöðum þeirra viðtala í greinargerðinni. Markmið viðtalanna var að fá hugmyndir og ráðleggingar varðandi spilagerðina. Tekið var viðtal við smíðakennara varðandi hönnun og spilagerð, 4. bekkjar kennara um reynslu sína af spilum í kennslu, við eiganda vinsællrar spilaverslunar og kemur inn á kennslufræði og uppbyggingu spila og síðasta viðtalið var við stúlku í 5. bekk um reynslu hennar af spilum. Leysum málið samanstendur af borðspjaldi með mynd af Íslandi þar sem þátttakendur ferðast á milli átta aðal reita þar sem þeir eiga í samvinnu að leysa vandamál sem kemur upp á hverjum stað. Vandamálaspurningar, umferðamerkjaspurningar, spilakallar og teningur eru fylgihlutir í spilinu sem og verkfæraspjöld sem eiga að auðvelda þátttakendum að leysa málið og auka skemmtanagildi spilsins. Spilið getur reynst kennurum gagnlegt í kennslu í mörgum greinum utan lífsleikninnar, eins og landafræði, íslensku, sögu, heimspeki, leiklist eða náttúrugreinum.

 • Útdráttur er á ensku

  Education should promote individual skills, creativity, thinking and enable students to face everyday challenges in a diversified society. One way for students to learn about themselves, and to learn about their environment, is by playing together in a group where skill sets like ethical behaviour, personal attitude, collaboration, individual expression and creativity are tested. This assignment is about the making and the development of an educational board game – Solve the case and is a final assignment in educational studies for a Master´s degree. The main aim of this assignment is to help students to work with problem solving in a diverse and fun way. The board game is meant for life skill education in the early stages in elementary school. (primary school) The essay that accompanies the board game is derived from the main features of the Icelandic educational curriculum wherein life skills education and social studies for 4th grade students is entwined with the learning outcomes.
  This essay is a critical reflection on games and play making as teaching methods and evaluates what needs to be kept in mind when educational games are being developed. In the preparatory and developmental stages of the board game, interviews were conducted with four individuals who have experience in board game making or/and have used board games in educational settings. The findings from these interviews are discussed in the essay. The focus point of the interviews was to get ideas and guidance regarding the development of a board game. One of the interviews was with a teacher who teaches carpentry and designed his own board game, another interview was undertaken with a 4th grade teacher discussing her experiences of using board games in teaching, the third interview was undertaken with an owner of a popular board game store and focused on the structure and educational factors of board games and the last interview was with a 5th grade student about her experience of board games. The educational board game – Solve the case - consists of a board that has a picture of Iceland on it and players can travel to eight different locations where they need to collectively solve a problem at each location. Traffic signal questions, set pieces and a dice are a part of the game, as well as cards with tools which help the players to solve the problem in each location and to increase the entertainment value of the game. The board game can also be beneficial for teachers who teach in settings other than life skill education, for example teachers in geography, Icelandic, history, philosophy, drama and natural science.

Samþykkt: 
 • 29.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Julianna S. Andersen lokaskil.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing lokaverkefnis útfyllt.pdf200.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF