is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34574

Titill: 
  • Íþróttagarpar framtíðarinnar : áhrif íhlutunar í matarumhverfi íþróttafélags á fæðuval og viðhorf foreldra og 10-18 ára iðkenda
  • Titill er á ensku Athletes of the future : the effects of interventions in a sports club food environment on parents‘ and 10-18 year old youth athletes‘ views and food choices
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi á Íslandi hefur aukist á seinni árum. Börn sem stunda íþróttir þurfa eins og aðrir fjölbreyttan og næringarríkan mat í nægu magni. Þættir sem hafa áhrif á fæðuval barna eru víða í íþróttaumhverfi. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka fæðuvenjur barna á aldrinum 10-18 ára í kringum íþróttaæfingar og matarumhverfi íþróttamiðstöðva og matarumhverfi Ungmennafélagsins Aftureldingar (UMFA) ásamt því að skoða hvort íhlutun í matarumhverfinu geti haft áhrif á fæðuvenjur iðkenda og upplifun þeirra og foreldra af matarumhverfinu. Úttekt var gerð á úrvali veitingasölu íþróttamiðstöðvanna að Varmá og í Lágafelli sem er heimavöllur UMFA og á auglýsingum fyrir mat og drykk. Rýnihópar þjálfara og foreldra ræddu áhrifaþætti mataræðis iðkenda og hugsanlegar breytingar á matarumhverfi. Bæði fyrir og eftir íhlutun var spurningalisti lagður fyrir börn (n=66, haust 2018 og n=56, vor 2019) og foreldra (n=131, vor 2018 og n=125, vor 2019) sem laut að fæðuvali í kringum æfingar, fæðuframboði og auglýsingum innan íþróttamiðstöðvar. Niðurstöður sýndu ekki marktæka breytingu á fæðuvali þátttakenda eftir íhlutun. Þátttakendur borðuðu hollt eða frekar hollt í kringum æfingar og tóku helst nesti að heiman. Þá álitu þátttakendur úrval veitingasölu og ástand aðstöðu lélegt eða frekar lélegt, bæði fyrir og eftir íhlutun. Flestir þeirra vildu sjá enn frekari breytingar á matarumhverfi. Áframhald verður á næringarfræðslu fyrir iðkendur og foreldra þar sem framtakið mæltist vel fyrir. Þörf er á umfangsmeiri aðgerðum í nafni heilsueflingar svo breytingar á matarumhverfi geti borið marktækan árangur.

  • Útdráttur er á ensku

    Participation in organized sports has greatly increased in Iceland. Children who practice sports require dietary variety and nutrient rich foods. There are many determinants of children‘s food choice in sport settings. The aim of the study was to research food choices of youth athletes aged 10-18 around exercise and the food environment of sports clubs related to Ungmennafélagið Afturelding while also seeing if changes in this food environment could influence these choices and parents‘ and children‘s opinions on the food environment. An observational assessment was done in the Varmá and Lágafell sport centers‘ snack shops as well as listing advertisements at the sport center for food and drink. Focus group meetings were held including coaches and parents where determinants of childrens‘ food choices were discussed as well as possible changes in the food environment. All participants both children (n=66, fall 2018 and n=56, spring 2019) and parents (n=131, spring 2018 and n=125, spring 2019) answered similar questionnaires regarding food choices around children‘s training, food availability and advertisement in the sport-setting. The majority ate food from home around training which was healthy or mostly healthy. Most participants considered food availability and facilities at the sports-centers to be very inadequate or insufficient and wanted even more changes to be made regarding those factors. There was no significant effect on participants‘ food choices or opinions after the intervention. Nutritional education for parents and athletes will be continued due to popular demand. More action is needed concerning health promotion for food environment intervention to be effective.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KatrínÞóraSigurbjörnsdóttir.pdf1.76 MBLokaður til...17.09.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsinglokaverkefniskemma_KatrínÞóraSigurbjörnsdóttir.pdf193.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF