is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34575

Titill: 
  • Leiðsögn í leikskóla : hlutverk stjórnenda
  • Titill er á ensku Mentoring in kindergarten : role of the principal
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þar sem lítil nýliðun er í leikskólakennarastéttinni og töluverð vöntun er á leikskólakennurum í leikskólum landsins, mæðir oft á tíðum mikið á þeim sem til staðar eru. Mikilvægt er að stjórnendur styðji vel við þá leikskólakennara sem starfa í leikskólum. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í hvert hlutverk leikskólastjórnenda er í leiðsögn við leikskólakennara og hvaða aðferðir þeir nota til leiðsagnar. Fræðilegur bakgrunnur byggir á rannsóknum fræðimanna um hvað einkennir starfstengda leiðsögn og hugmyndum Handal og Lauvås (1982) um starfskenningu kennara og jafningjaleiðsögn. Talið er að starfstengd leiðsögn geti aukið starfshæfni og fagmennsku kennara. Vinna við verkefnið hófst haustið 2016 og var eigindleg aðferð notuð til að afla gagna með viðtölum í fjórum leikskólum þar sem viðmælendur voru leikskóla- og aðstoðarleikskólastjórar, viðtölin voru tekin á haustmánuðum 2017. Reynsla þeirra af því að veita og nota leiðsögn í starfinu var skoðuð og tengd við fræðilegan bakgrunn. Helstu niðurstöður benda til að víða sé starfstengd leiðsögn ekki markvisst skipulögð í leikskólanum, þrátt fyrir það fer fram ákveðin leiðsögn í daglegu starfi. Deildarstjórar reyna að nota undirbúningstíma til samvinnu og samráðs, þar deila þeir reynslu sinni og veita hver öðrum ráð en þannig á sér stað jafningjaleiðsögn á milli kennara. Símenntun var til staðar í leikskólunum og fólk hvatt til að sækja sér aukna símenntun í ýmsu formi til að auka við starfshæfni sína, starfsþróun og fagmennsku. Mikil vinna fer í að koma nýliðum, sem oftast eru ófaglærðir starfsmenn, inn í starfið. Viðmælendur lýstu allir áhyggjum sínum yfir skorti á leikskólakennurum og stöðu á nýliðun í leikskólakennarastéttinni.

  • Útdráttur er á ensku

    Since recruitment within the field of kindergarten teachers is slow and there is a considerable scarcity of kindergarten teachers in the country’s kindergartens, hardships are created for those who are already present. It is important that principals support the kindergarten teachers who already work in the kindergarten. The aim of the study was to gain insight into the role of principals within mentoring of kindergarten teachers and the methods they use to do so. Theoretical background is based on previous research on the characteristics of mentoring and the ideas of Handal and Lauvås (1982) regarding teachers practice theory and peer-guidance. As well as observation on how new recruits view themselves as professionals and the role of principals within mentoring. It is assumed that mentoring can enhance the competence and professionalism of teachers. Work on the thesis started in the fall of 2016, qualitative methods were used to gather data through interviews within four kindergartens, subjects were the principals and assistant principals, the interviews were conducted in the fall months of 2017. The experience of those who offer and apply mentoring on the job was examined and related to the theoretical background. The main results indicate that in many places mentoring is not deliberately planned within the kindergarten, but in spite of that certain guidance is provided as part of everyday work which is a part of mentoring. Head teachers use their preparation hours to cooperate and consult each other, they share experience and provide advice resulting in peer-guidance between teachers. Continuous education was existent within the kindergartens and employees encouraged to obtain further education in various forms to extend their competence, job development and professionalism. Much work is spent on familiarizing new recruits, who often are not educated teachers, with the job. All subjects stated worries regarding the scarcity of kindergarten teachers and the status of recruitment within the profession.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðsögn í leikskóla Hlutverk stjórnenda Margrét Stefanía Lárusdóttir.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf171.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF