is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34576

Titill: 
  • Samskipti til forvarnar gegn áhættuhegðun ungmenna á aldrinum 12-20 ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um samskipti foreldra og ungmenna, forvarnir gegn áhættuhegðun ungmenna og hvaða samskiptaleiðir það eru sem foreldrar geta nýtt sér sem forvörn gegn áhættuhegðun ungmenna sinna. Ritgerðin er fræðileg heimildaritgerð þar sem stuðst er við fyrirliggjandi rannsóknir, gögn og heimildir. Okkur þykir þetta efni áhugavert vegna þess að það hefur ekki beint verið rannsakað í þessu samhengi, þó margar rannsóknir hafi verið gerðar á forvörnum og áhættuhegðun ungmenna, ásamt rannsóknum á samskiptum ungmenna við foreldra og þær tengdar við áhættuhegðanir og uppeldi. Skoðaðar voru rannsóknir á áhættuhegðun ungmenna, forvarnir og samskipti ungmenna og foreldra auk ýmissa kenninga s.s. tengslakenninguna, samskiptakenninguna, þróunarlíkan Pattersons og kenningu Baumrind á uppeldisþáttum og á þann hátt leitumst við að svara rannsóknarspurningunni ,,Hvaða samskiptaleiðir nýtast foreldrum sem forvörn gegn áhættuhegðun ungmenna á aldrinum 12-20 ára?” Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að jákvæð og góð samskipti, styðjandi uppeldishættir og forvarnir er eitthvað sem skiptir höfuðmáli þegar að kemur að börnum og foreldrum þeirra. Allt of mörg ungmenni lenda í klóm fíkninnar og því er brýnt að flétta inn í fræðslu til foreldra mikilvægi jákvæðra samskipta og tengsla sem forvörn við áhættuhegðun.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaverkefni-í uppeldis og menntunarfræði.pdf442.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir skemmu-BA-verkefni.pdf125.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF