is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34577

Titill: 
  • „Ég held ég hafi bara ekki vitað hvað hamingja var, áður en þau fæddust“ : upplifun feðra af auknum þroska, hamingju og lífstilgangi
  • Titill er á ensku "I don‘t think I knew what happiness was, before they were born" : fathers‘ experience of adult development, happiness and meaning in life
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lítið er um rannsóknir á því hvernig það að eiga börn hefur áhrif á hamingju feðra. Rannsóknir miða mun oftar að því hvernig foreldrar hafa áhrif á börn sín en að því hvernig börn hafa áhrif á foreldra sína. Einnig sýna rannsóknir á hamingju foreldra misvísandi niðurstöður og því óvíst hvaða áhrif börn hafa á hamingju foreldra sinna. Að auki einblína rannsóknir mun oftar á upplifun mæðra en feðra af hlutverki sínu. Markmið rannsóknarinnar er því að öðlast dýpri þekkingu og skilning á því hvernig feður upplifa að eignast og eiga börn, í tengslum við aukinn þroska, hamingju og lífstilgang. Rannsóknin byggir á sjálfsákvörðunarkenningunni, en samkvæmt henni er manneskjunni nauðsynlegt að fá sálrænum grunnþörfum fyrir sjálfræði, hæfni og félagstengsl fullnægt til að upplifa hamingju. Fyrirbærafræðilegri nálgun var beitt, þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við níu íslenska feður. Þeir áttu tvö til þrjú börn, það elsta um tíu ára gamalt, og voru í sambúð eða hjónabandi með barnsmóður sinni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að feðurnir hafi þroskast og gert breytingar á lífi sínu til að standa undir þeirri miklu ábyrgð sem felst í föðurhlutverkinu. Þeir upplifa lífið með börnunum bæði skemmtilegra og erfiðara en líf þeirra var áður en þeir eignuðust börn. Feðurnir skilgreina hamingjuna út frá fjölmörgum þáttum og flestir þeirra telja sig upplifa hamingjuna öðruvísi eftir að þeir eignuðust börn. Í heildina eru feðurnir ánægðir með líf sitt og líta á börn sín sem stóran þátt í því. Það hversu krefjandi lífið með börnunum er virðist engu skipta í samanburði við þá gleði og hamingju sem börnin veita þeim. Ekki er vitað til þess að hamingja feðra hafi verið rannsökuð með þessum hætti áður. Rannsóknin er því mikilvægt framlag til rannsókna á hamingjunni innan jákvæðrar sálfræði sem og rannsókna á upplifun feðra af hlutverki sínu.
    Lykilhugtök: Föðurhlutverkið, sálrænar grunnþarfir, hamingja, velfarnaður, lífstilgangur.

  • Útdráttur er á ensku

    Research on the effect of children on their father‘s happiness is very limited. It is more commonly aimed towards the effect parents have on their children, than on the effect children have on their parents. Happiness research shows conflicting results; it is unclear how children effect their parents‘ happiness. In addition, research also commonly focuses more on the experience of motherhood than fatherhood. The goal of this study is to gain more profound knowledge and understanding of how fathers experience having children, in relation to adult development, happiness and meaning in life. The thesis is based on self-determination theory, according to which a person must have the basic needs of autonomy, competence and relatedness fulfilled to experience happiness. A phenomenological approach was used when conducting semi-structured interviews with nine Icelandic fathers. They had two or three children, with the oldest child around ten years old, and were cohabiting or married to the mother of their children. The results imply that the fathers‘ experience increased adult development and have made changes in their lives to shoulder the responsibility of fatherhood. They experience their life with their children both as more enjoyable and more challenging compared to their life before they had children. The fathers define happiness based on multiple factors. Most of them believe that they experience happiness differently after they had children. In conclusion, the fathers are happy with their lives and consider their children as an essential part of it. How challenging their life with children is does not seem to matter in comparison to the joy and happiness the children provide them with. The author is not aware of any previous research on the happiness of fathers similar to the current study. This study is, therefore, an important contribution to happiness studies within the scope of positive psychology and research on the experience of fatherhood.
    Key concepts: Fatherhood, basic psychological needs, happiness, well-being, meaning in life.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PálaMargrétGunnarsdóttir-MAritgerð.pdf1,14 MBLokaður til...23.08.2094HeildartextiPDF
PálaMargrétGunnarsdóttir - YfirlýsingMA.pdf202,98 kBLokaðurYfirlýsingPDF