is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34578

Titill: 
  • Nemendur með krefjandi hegðun í grunnskóla : upplifun og reynsla umsjónarkennara í Reykjavík
  • Titill er á ensku Students with challenging behavior in primary school : impressions and experience of classroom teachers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á upplifun og reynslu umsjónarkennara af nemendum með krefjandi hegðun og draga fram hvernig þeim fannst komið til móts við þarfir þessara nemenda innan grunnskólans í ljósi skóla án aðgreiningar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kennarar hafi gjarnan áhyggjur af þessum nemendum og finnist oft skorta úrræði fyrir þá. Engu að síður ber kennurum að veita þeim, líkt og öðrum nemendum, kennslu við hæfi og sýna fagmennsku í starfi. Fræðimenn hafa bent á að nemendur geti sýnt krefjandi hegðun ef námskrá og kennsla mæta ekki þörfum þeirra og getu. Einnig getur vel skipulagt námsumhverfi stuðlað að námi nemenda með hegðunarvanda og jafnvel fyrirbyggt að slíkur vandi eigi sér stað. Þörf er á frekari rannsóknum hérlendis á þessu sviði. Með það í huga var framkvæmd eigindleg rannsókn sem mótaðist af félagslegu sjónarhorni og var félagslegt réttlæti haft að leiðarljósi. Tekin voru ellefu viðtöl við sextán starfandi umsjónarkennara í Reykjavík og eitt viðtal við skólastjóra. Helstu niðurstöður voru þær að allir kennararnir höfðu reynslu af nemendum með krefjandi hegðun og töldu slíka nemendur vera í flestum eða öllum námshópum. Kennararnir lýstu nemendunum á svipaðan hátt og sögðu mun erfiðara að fást við hegðunarvanda en námstengdan vanda. Öllum fannst kennarastarfið skemmtilegt en töldu því fylgja of mikið álag. Verkefnin væru of mörg, það vantaði fleira starfsfólk og þyrfti meira fjármagn inn í skólana til að sinna nemendum með krefjandi hegðun. Þá þyrftu fleiri og annars konar úrræði að vera í boði innan grunnskólans. Kennararnir sögðu að skóli án aðgreiningar væri falleg stefna en hún gengi ekki upp eins og staðan væri núna. Til þess þyrfti margt að breytast. Hlúa yrði betur að nemendum með krefjandi hegðun og gera kennurum og grunnskólum fært að sinna starfi sínu eins og opinber skólastefna kveður á um.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this thesis was to shed light on primary school teachers’ perceptions of and experience with students with challenging behavior, in addition to eliciting their opinions on how primary schools meet the needs of these students in light of inclusive education. Research has shown that teachers tend to worry about these students and feel that they often lack resources for them. Nonetheless, teachers are required to provide this group of students, like other students, with a quality education and demonstrate a professional work ethic. Academics have pointed out that students can show challenging behavior if the curriculum and teaching methods do not meet their needs and capabilities. A well-organized learning environment can help students with behavioral problems study and even prevent behavioral problems from occurring in the first place. More research in this field is needed in Iceland. With this in mind, qualitative research was performed, shaped by social views and with an emphasis on social justice. Eleven interviews were conducted with sixteen primary school teachers working in Reykjavík, along with one interview with a principal. The main conclusion was that all the teachers had experienced students with challenging behavior and believed that they existed in virtually every study group. The teachers described the students in a similar manner and were unanimous in the opinion that it was more difficult to work with behavioral problems than with learning difficulties. All the teachers thought teaching was enjoyable, though the workload was too heavy. Besides too many projects, there was an urgent need for additional staff and increased funding if primary schools were to manage students with challenging behavior efficiently. Both more and different types of resources need to be made available within primary schools. The teachers agreed that inclusive education currently works on paper but not in real-life situations. In order for this to happen, many changes are needed. Better care must be taken of students with challenging behavior, and both teachers and primary schools must be supported so that they are able to do their jobs in line with official policies.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragna Lára Jakobsdóttir yfirlýsing.pdf187.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ragna Lára Jakobsdóttir M.Ed. lokaskil.pdf915 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna