Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34579
Í kennaranáminu hef ég kynnst ýmis konar kennsluaðferðum og af þeim hefur verkleg kennsla heillað mig mest. Rannsóknir á notkun kennsluaðferða hér á landi sýna að verkleg kennsla er vannýtt kennsluaðferð. Þróun kennsluefnis sem snýr að notkun myndmiðlunar í líffræðikennslu stendur nú yfir undir heitinu Vidubiology. Verkefnið er samevrópskt verkefni, fjármagnað af Erasmus+ og þátttökulönd eru Ísland, Þýskaland, Búlgaría og Bretland. Hvatinn að þróun þessa kennsluefnis var að efla áhuga og skilning ólíkra nemendahópa á lífvísindum. Rannsóknarspurningar verkefnisins eru: 1) Hver eru áhrif notkunar myndmiðlunar í verkefnavinnu á viðhorf og skilning nemenda á líffræði? 2) Hver eru áhrif myndmiðlunar nemenda í líffræðinámi á virkni í fjölbreyttum nemendahópi?
Rannsókn þessi er tilviksrannsókn með blandaðri aðferð. Þátttakendur í verkefninu voru þrjátíu nemendur í 5. bekk á Íslandi þar sem nemendur unnu tvö ólík myndmiðlunarverkefni sem tengdust námsefni í líffræði. Notaðar voru nokkrar gagnaöflunarleiðir; spurningalistar voru lagðir fyrir nemendur, rannsakandi skráði í dagbók á meðan á rannsóknarferlinu stóð, verkefni nemenda voru skoðuð og viðtöl voru tekin við nemendur og tvo aðra kennara sem notað hafa Vidubiology nálgunina í kennslu. Vidubiology verkefnið er á þróunarstigi en byggir á vel þekktri hugmyndafræði með sérstakri áherslu á leitaraðferð. Þar sem verkefnið er þróunarverkefni þarf að prófa kennsluefnið og rýna til gagns, ritgerð þessi er hluti af því ferli. Með þessari ritgerð er gagnsemi verkefnisins metin sem og áhrif þess á nám og áhuga nemenda. Verkefnið stuðlar einnig að starfsþróun höfundar.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þríþættar. Í fyrsta lagi sýndi rannsóknin að þeir nemendur sem tóku þátt í rannsókninni voru jákvæðir gagnvart líffræði og þeim þótti vinnan skemmtileg. Verkefnið hentaði fjölbreyttari hópi nemenda en bóknám og nemendur upplifðu sig sem virka þátttakendur í eigin námi. Sem dæmi má taka að börn sem glíma við erfiðleika svo sem athyglisbrest og ofvirkni (e. Attention Deficit and Hyperactive Disorder) eða hafa annað móðurmál en íslensku áttu auðveldara með að taka þátt. Í öðru lagi sýndu niðurstöðurnar, að notkun myndmiðlunar var sérstaklega gagnleg í útikennslu. Í þriðja lagi sýndu niðurstöðurnar hvaða nám átti sér stað hjá nemendum bæði frá sjónarhorni nemendanna sem og kennaranna. Nemendur sáu ekki að skilningur þeirra eða þekking á viðfangsefnum hefðu aukist eftir framkvæmd verkefnisins. Samt sem áður töldu nemendur hæfni sína hafa aukist bæði í að taka ljósmyndir og myndvinnslu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að verkefnið gaf nemendum tækifæri til að læra líffræði og öðlast tæknilega færni á spennandi og skemmtilegan hátt.
Throughout my teacher education coursework, I have become familiar with all kinds of teaching methods, and what has fascinated me most is practical work and hands-on learning. Previous research on the types of teaching methods generally applied in Icelandic classrooms has shown that practical work is an underutilized method. The development of new instructional materials that use video and media to teach biology is ongoing under the label vidubiology. Vidubiology is an Erasmus-plus funded collaborative project that includes four participating European nations, namely Iceland, Germany, Bulgaria, and the United Kingdom. The incentive for developing vidubiology was to increase interest, motivation, and understanding of biology among diverse groups of students. This research project seeks to answer the following research questions: 1) What are the effects of using visual media in students‘ project work on their attitudes and understanding of biology? 2) What are the impacts of working with visual media on the activities of a diverse group of children learning biology?
This research is a case study where mixed methods were applied. The project was tested on a group of 30 children in the 5th grade in Iceland (10 years old). Students worked on two different projects that were part of the Icelandic biology curriculum. A few data gathering methoods were used; All participating students were requested to complete questionnaires, the researcher wrote her experience, the students‘ projects were examined and both students and two teachers from other schools who have used the vidubiology methood in class. The vidubiology project is under development but is based on a well-known ideology, primarily inquiry learning. Since the project is being developed, the teaching material needs to be tested and reviewed, and this thesis represents part of that process. Its objective is to evaluate the usefulness of the project and its impact on students‘ interest and learning. The project work also contributes to the author‘s professional development.
The main findings of this study were threefold. First, the study showed that the participating children generally had a positive attitude towards biology and found it enjoyable. For example, children that deal with some difficulties such as ADHD (Attention Deficit and Hyperactive Disorder) or have a different native language could more easily participate. Importantly, the children experienced themselves as active participants in their own project as they decided what to investigate and how to present their findings to others. Secondly, using visual media was particularly useful in outdoor education. The third main finding concerns children’s learning from both the children’s and teacher’s perspective. The children did not see that their understanding or knowledge about the topic had increased after doing the project. However, the children did see that their skills in technology had increased both in taking photos and in video production. As a conclusion, the project provided the children with an opportunity to learn biology and acquire technical skills in an engaging and enjoyable way. Therefore, the results are an important indicator of the usefulness of the vidubiology approach used in the project and indicate that students are likely to be more engaged, motivated, and ambitious in their academic work if they experience learning as fun and memorable.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ragnheiður Alma - lokaskjal..pdf | 2.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing- lokaverkefni.pdf | 186.88 kB | Lokaður | Yfirlýsing |