is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34581

Titill: 
  • Tengjumst: Uppeldi með opnu hjarta : námskeið með hagnýtum verkefnum fyrir foreldra
  • Titill er á ensku Connection: Parenting with an open heart : workshop with practical exercises for parents
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Uppeldi er eitt af mikilvægustu verkefnum sem foreldrar takast á við. Það er breytilegt ferli sem er undir áhrifum af skapgerð, persónuleika auk líffræðilegra þátta, foreldra og barna. Foreldrar eru miklir áhrifavaldar í lífi barna sinna og hafa oft á tíðum ómeðvituð áhrif. Tilgangur verkefnisins var að skapa rými þar sem foreldrar gætu komið saman, gert hagnýt verkefni og um leið þróað með sér meðvitaðar uppeldisaðferðir. Markmiðið var að skoða fyrstu vísana að hugmyndum mínum um námskeiðið fyrir foreldra, hvernig aðferðir ég valdi til að nýta í námskeiðið og hvernig ég efldist sem verðandi foreldrafræðari og uppeldisráðgjafi. Rannsóknin var starfendarannsókn þar sem ég byggði á eigin reynslu og þekkingu við að hanna námskeiðið. Ég rýndi ferlið frá því að hugmynd varð til, hvernig hún þróaðist yfir í forprófun á námskeiðinu. Þátttakendur í rannsókninni voru ég sjálf sem rannsakandi og þátttakandi, einn rannsóknarvinur og þrír foreldrar sem tóku þátt í námskeiðinu. Gagnasöfnun var með fernum hætti, rannsóknardagbók, mynd- og hljóðupptökur ásamt skjalagreiningu. Niðurstöður leiddu í ljós að aðferðir ígrundaðra samræðna og meðvitaðra uppeldisaðferða studdu vel hver við aðra. Með því að styðja þátttakendur til að velta fyrir sér samskiptum við börnin sín, þróaðist sýn þeirra á þau uppeldisverkefni sem þeir stóðu frammi fyrir. Í ferlinu öðlaðist ég betri tengingu við sjálfan mig sem verðandi foreldrafræðara og uppeldisráðgjafa. Ég áttaði mig á mikilvægi þess að spyrja opinna spurninga og að áhrifaríkast er ef foreldri fær rými til að finna rétt svar fyrir sig. Við þessa uppgötvun losnaði ég við óttann að þurfa að búa yfir öllum svörunum sjálf og varð öruggari í að leiða ígrundaðar samræður á milli foreldra.

  • Útdráttur er á ensku

    Parenting is one of the most important tasks that a parent faces, it is a dynamic process that is influenced by both the parents and the child's temperament, personality, as well as biological factors. Parents are great influencers in their children’s lives and often have unconscious effects on them.
    The purpose of the thesis was to create a space where parents could come together, do practical exercises and in the process become mindful in their parenting. The goal was to look at the first references of my workshop idea, how I chose the methods to use, and how I developed as a parent educator. The study was an action research where I used my own experience and knowledge to help me in designing the workshop. I reviewed the process since the idea came into being, how the process evolved and the process of pre-testing the workshop. Participants in the study were my-self as a researcher and participant, one research friends and three parents who participated in the workshop. Data was collected using four different methods, research-journal, video and audio recordings, as well as document analysis. The finding revealed that reflective dialogue and mindful parenting supported each other well. By supporting participants to revise the relationship with their children, awareness in their parenting excelled. In the process, I gained a better connection with myself as a parent educator. I realized the importance of asking open-ended questions and how influential it is if a parent is given the space to find the right answer by them selfs. With this discovery, I got rid of the fear of having all the answers myself and became more confident in leading reflective dialogues between parents.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel_Guðbjörnsdóttir.pdf654.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf93.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF