Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34582
Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á reynslu foreldris og skólasamfélags af því að styðja barn í gegnum það ferli að lifa samkvæmt öðru kynhlutverki en því var úthlutað við fæðingu.
Rannsóknin er eigindleg og er í senn tilfellarannsókn og starfendarannsókn. Fylgst var með upphafi skólagöngu hjá trans barni í íslenskum grunnskóla og rýnt í hvaða áhrif það hafði á skólavettvanginn og rannsakanda sem umsjónarkennara. Sömuleiðis var skoðuð reynsla foreldris af því að leiða barnið sitt fyrstu skrefin í því að lifa í nýju kynhlutverki. Til að greina þær breytingar sem áttu sér stað í skólanum var hlutverk skólans skoðað út frá starfsemiskenningum Engeströms. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við foreldri barnsins sem tók þátt í rannsókninni og barnið sjálft. Til að varpa frekara ljósi á hlutverk skólans var einnig tekið viðtal við ungan trans mann sem er útskrifaður úr skólanum.
Helstu niðurstöður voru þær að foreldrar barnsins höfðu stutt það frá upphafi í því ferli að lifa samkvæmt öðru kyni en því var úthlutað við fæðingu. Fjölskyldan var opinská um reynslu sína í upphafi skólagöngunnar og hvatti skólann til að fræða bæði nemendur og starfsfólk. Þrátt fyrir að málefni trans fólks væru flestum í skólanum framandi varð umræða um málefni hinsegin barna meira áberandi í skólastarfinu á rannsóknartímabilinu. Gera má ráð fyrir að sú umræða þróist enn frekar á vettvangi skólans.
This research project aims to cast light on the experiences of parents and a school community in leading a child through the first steps of living in accordance with a gender role other than that assigned at birth.
Qualitative research methods were employed and the study is conducted both as a case study and in the field of action research. A transgender child was observed through its early stages of school attendance in an Icelandic elementary school. The effects that this had on the school community and the researcher as the child’s teacher, were examined. The experiences of the child’s parents in leading the child through the initial steps of school attendance were also explored. In order to evaluate the changes that occured within the school during this period of research, the role of the school was scrutinised through the lens of Engeström‘s cultural-historical activity theory. Semistructured interviews were conducted with the child, as well as with the child’s parents. In addition, a young transgender man, a former pupil of the school, was also interviewed, in order to shed further light on the role of the school.
Primarily, the results demonstrate that the parents’ reaction had been one of support from the outset regarding the child’s living in accordance with a gender other than that assigned at birth. The family was open regarding its experiences and encouraged the school to develop greater understanding of trans-issues among both students and members of staff. Although many individuals within the school were largely unfamiliar with trans-issues, discourse on the subject increased during the period of research. It may be assumed that discourse on said issues will continue to develop further within the school community in the future.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð RG_loka.pdf | 1,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_RG.pdf | 192,69 kB | Lokaður | Yfirlýsing |