is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34583

Titill: 
  • Félagsfærni barna og ungmenna í grunnskóla : "Enginn smáfiskur fari í gegn"
  • Titill er á ensku Children´s and young people’s social skills in school
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Félagsfærni er ekki meðfædd heldur þarf að þjálfa börn og ungmenni í henni. Til eru margar aðferðir til þess að efla börn og ungmenni í þessari sérstöku færni og með skýrri leiðsögn og góðum stuðningi er hægt að ná góðum árangri í henni en ekki síður er hægt að efla hana hjá öllum. Í þessari meistararitgerð er skoðað hvaða aðferðir starfsfólk í ónefndum grunnskóla nota til að efla félagsfærni barna og um leið fá innsýn í þær. Helsta markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi félagsfærni barna og ungmenna og um leið að athuga hvort og þá hvaða áhrif slök félagsfærni hefur á sjálfsmynd barna. Rannsóknarspurningin er: Hvaða aðferðir eru notaðar í einum grunnskóla til að efla félagsfærni barna og ungmenna. Verkefnið byggist á eigindlegum rannsóknaraðferðum og fyrirliggjandi gögnum. Tekin voru viðtöl við níu starfsmenn í nafnlausum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælendur voru kennarar, þroskaþjálfi, náms og starfsráðgjafi og stjórnendur skólans. Allir voru sammála um mikilvægi félagsfærni og má segja að öll starfsemi skólans gangi út á að efla félagsfærni nemenda á einn eða annan hátt, með aðferðum eins og jákvæðum aga, í lífsleikni, Vini Zippýs, Stig af stigi, CAT-kassanum og ART þjálfun. Rannsóknir hafa sýnt að slök félagsfærni leiði af sér félagslega einangrun, vanlíðan, kvíða, slaka námsgetu, samskipta- og hegðunarörðugleika. Af þessum ástæðum telur höfundur mikilvægt að vitundarvakning verði í íslensku samfélagi um mikilvægi félagsfærni. Eitt af markmiðum með nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar er einmitt það. Með því að fjalla um og fræðast um aðferðir sem efla félagsfærni beinum við athygli að mikilvægi hennar.

  • Útdráttur er á ensku

    Social skills do not come naturally at birth, they are rather something you teach from a young age. There are many ways to promote this special skill and with clear guidance and good support it is possible to acquire social skills with good results, nonetheless it is possible to promote social skills in everyone. This master´s thesis will observe what methods are used by qualified staff in an unnamed elementary school to promote children´s social skills and at the same time gain insight into them. The main goal of this study is to elucidate on the importance of children´s social skills and at the same time research what influences poor social skills and how it affects their self-image. The research question is: What methods are used in one elementary school to promote and teach social skills. This project is based on qualitative research methods and existing data. Nine employees were interviewed in this anonymous elementary school in the capital area. Interviewees were teachers, developmental therapists, career and school counsellors and school administrators. All of the qualified staff in the school agreed on the importance of social skills and it can be said that all work in the school is aimed to promote student´s social skills in one way or another, with methods such as positive discipline, in life skills class, Zippy´s Friends, Second step, CAT-kit and ART (Aggression Replacement Training). Studies have shown that poor social skills entail social isolation, misery, anxiety, poor study aptitude, communication difficulties and behavioral problems. For these reasons the author considers important that awareness is in icelandic society about the importance of social skills. One of the main goals of the new educational policy of Reykjavík city is just that. By discussing and educating about methods to promote social skills, we are directing attention to its importance.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf174.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Félagsfærni barna og ungmenna í grunnskóla. .pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna