is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34584

Titill: 
  • „Vá, maður þarf að fara að biðja um svona foreldranámskeið.“ : reynsla umsjónarkennara á miðstigi grunnskóla á þörf fyrir uppeldisfræðslu, ráðgjöf og stuðning til foreldra barna á aldrinum 10–13 ára
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Foreldrahlutverkið getur í senn verið bæði ánægjulegt og krefjandi. Jafnframt eru viðfangsefni foreldra í hlutverkinu síbreytileg eftir aldri og þroska barns. Þegar barn er á aldrinum 10–13 ára eru foreldrar að takast á við önnur verkefni en áður. Eitt stærsta verkefnið á þessu aldurskeiði er grunnskólaganga barna og því er mikilvægt að foreldrar og kennarar vinni náið saman að námi og velferð barna. Markmið rannsóknar er að fá fram sýn á reynslu umsjónarkennara, sem starfa með börnum á aldrinum 10–13 ára á miðstigi grunnskólans, um þörf á uppeldisfræðslu, ráðgjöf og stuðning fyrir foreldra barna á þessum aldri. Við söfnun og úrvinnslu gagna var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð. Samtals voru tekin átta, hálf opin, viðtöl við starfandi umsjónarkennara á miðstigi grunnskólans. Helstu niðurstöður eru þær að umsjónarkennararnir telja allir að auka þurfi framboð á faglegri uppeldisfræðslu, ráðgjöf og stuðningi við foreldra hérlendis. Þeir sjá jafnframt fyrir sér að uppeldisfræðsla og stuðningur við foreldra geti verið samofin skólagöngu barna. Umsjónarkennararnir nefna ýmsa þætti sem þeir telja að megi fræða forelda um. Þætti líkt og net- og skjánotkun barna og foreldra, samveru og samskipti foreldra og barna, mörk, uppeldisaðferðir, jafningjasambönd, svefn, næringu, hreyfingu, útivistarreglur og þroska. Þar að auki ræða allir umsjónarkennararnir um að í íslensku samfélagi sé að finna mikinn hraða og streitu hjá foreldrum. Enn fremur segja umsjónarkennararnir flestir að þeir hafi fengið litla menntun í foreldrasamstarfi og litla sem enga menntun í hvernig þeir geti stutt foreldra í uppeldishlutverkinu. Niðurstöður þessarar rannsóknar ættu að nýtast vel við stefnumótun á foreldra- og uppeldisfræðslu hér á landi.

  • Útdráttur er á ensku

    Parenthood can be both rewarding and demanding. Furthermore, the tasks of parents can be constantly changing depending on the age and maturity of the child. The parents of children at the age of 10–13 years are faced with different tasks than before. One of the biggest undertaking for children at this age is the child’s schooling, underlining the importance of close cooperation between parents and teachers regarding the child’s learning and welfare. The aim of the study is to provide insight into teachers’ experience, working with children at the age of 10–13 years in middle school, regarding the need of parental education, guidance and support for parents with children in this age group. For date collection and procession a qualitative research method was used. In total, eight semi-structured interviews were performed with active teachers in middle school. The main findings in the study are that the teachers believe that the supply of professional pedagogical education and support for parents needs to be increased. The teachers envision that pedagogical education could be integrated with the child’s schooling. They also feel that parents need education regarding various aspects such as internet and screen time for children and parents, togetherness and communication between parents and children, boundaries, parenting, peer relationships, sleep, nourishment, exercise, curfews and children’s development. Also, the teachers mention that in Icelandic society the stress and rush that parents experience is excessive. Furthermore, the teachers mention that most of them have little training in parent-teacher cooperation and little to no training in supporting parents in their parenting role. The findings of this study should be of use for the policy development for pedagogical and parental education here in Iceland.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararannsókn_Sigrún Helgadóttir_Skil 26.9.2019.pdf1.02 MBLokaður til...11.09.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing til Skemmunar_Sigrún Helgadóttir.pdf982.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF