is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34585

Titill: 
  • Hlutverk kennara í ofbeldismálum gegn börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu verður fjallað um ofbeldi gegn börnum, hvernig afleiðingar þess birtast í skólastofunni og hvert hlutverk kennarans er gagnvart nemendum sínum í málum sem þessum. Höfundur hafði verið í þeim aðstæðum í starfi sínu að vita ekki hvernig bregðast átti við ofbeldismáli gagnvart barni og varð það kveikjan að verkefninu. Tilgangur verkefnisins er því þekkingaröflun til að geta betur sinnt tilkynningar- og eftirlitsskyldu kennarastarfsins.
    Hlutverk kennarans verður skoðað fyrst, en það er í grófum dráttum að fylgjast með hegðun nemenda og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Ofbeldi skiptist í líkamlegt, andlegt og kynferðislegt og er vanræksla flokkuð með sem ill meðferð á börnum. Einelti er algeng tegund ofbeldismála meðal barna þar sem börn beita annað barn endurteknu ofbeldi af ýmsu tagi. Afleiðingar ofbeldis eru bæði skammvinn og langvinn. Algeng vandamál sem orsakast af ofbeldi eru andfélagsleg hegðun, kvíði, þunglyndi og lágt sjálfsmat. Hegðun þolenda ofbeldis getur komið upp um vandamálið. Í bekknum þarf kennarinn að vera tilbúinn að takast á við vandamálin sem orsakast af ofbeldinu og huga að öryggi og vellíðan allra barna í hans umsjá.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34585


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ssh20_Hlutverk-kennara-i-ofbeldismalum-gegn-bornum.pdf312.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
doc00873720190910101107.pdf140.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF