is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34586

Titill: 
 • Ferðalag nýliða í heimilisfræðikennslu : þroskasaga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Nýliðar í kennslu eru undir miklu álagi. Þeir þurfa stuðning á fyrstu árunum í kennslu. Í heimilisfræði snúa hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla að góðu heilsufari, heilbrigðum lífsháttum og neysluvenjum, jafnrétti, hagsýni, fjármálalæsi, neytendavitund og verndun umhverfis. Fagið krefst þess að kennari hafi víðtæka þekkingu. Álag í heimilisfræði er ekki minna en í öðrum fögum. Heildarfjöldi nemenda er mikill og tekur langan tíma að kynnast öllum nemendum. Það hefur áhrif á bekkjarstjórnun. Í heimilisfræði er einnig unnið undir tímapressu. Nemendur þurf að ljúka því sem þeir elda og taka saman í stofunni áður en næsti hópur kemur. Allt þarf að ganga upp.
  Ég byrjaði að kenna heimilisfræði haustið 2017, þá samhliða meistaranámi í grunnskólakennarafræðum. Tilgangurinn með rannsókninni var að efla mig sem nýliða í heimilisfræðikennslu. Markmiðin voru tvíþætt. Annars vegar að skoða þær áskoranir sem ég sem nýliði í heimilisfræðikennslu stóð frammi fyrir. Hins vegar að skoða hvernig ég tókst á við þær.
  Ritgerðin byggir á starfendarannsókn sem unnin var frá haustinu 2017 til apríl 2019. Þátttakendur í rannsókninni voru auk mín þeir nemendur sem ég kenndi á tímabilinu. Þetta voru yfir 250 nemendur. Rannsóknargögnin voru dagbók, vettvangsathuganir, ljósmyndir, hljóðupptökur og verkefni nemenda.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að í upphafi reyndist bekkjarstjórnun mér erfið, sérstaklega þar sem ég þekkti ekki nemendurna. Ég lagði mig alla fram um að kynnast öllum nemendunum og nálgast þá á jákvæðan hátt. Einnig lagði ég áherslu á að hafa verkefnin fjölbreytt og áhugaverð. Þar má nefna verkefnið Master Chef-liðakeppni og Master Chef Mystery Box. Þessi fyrirbyggjandi agi hjálpaði mér að lágmarka agavandamál. Samskiptin urðu auðveldari. Í gegnum þessa vinnu skipti stuðningur samkennara miklu máli. Á öðru ári urðu mikilvæg kaflaskil þegar ég kynntist leiðsagnarnámi. Það hjálpaði mér að öðlast skýrari sýn á eigin starfskenningu og ég öðlaðist verkfæri til að gera kennsluna skilvirkari. Með leiðsagnarnámi og ígrundun næ ég að styrkja fagvitund mína og stend fyrir vikið styrkum fótum og tilbúin að takast á við áskoranir sem fylgja starfinu.

 • Útdráttur er á ensku

  Newcomers to the profession of teaching face many difficult challenges and are in need of support and guidance at the beginning of their carriers. In the field of home economics the capability criteria emphasized in The Icelandic National Curriculum Guide for Compulsory Schools is good health, a healthy lifestyle, consumer behaviour, equality, economics, financial literacy, consumer awareness and environmental protection. Home economics is a vast subject that requires teachers to have extensive knowledge, and the pressure this creates does not reduce when considering additional pressures from other subject areas. Today’s teachers commonly have to deal with substantial numbers of students. A large number of students per teacher leads to the need for using a great deal of time to become acquainted with all these individuals. The relationship between teachers and their students is very important and the quality of these relationships affect classroom control. In addition, teachers of home economics also feel time pressure where they need to finish cooking and clean up before the next group of students arrive. Everything has to be completed successfully within a precise time period.
  When I began teaching home economics during the fall of 2017, I was also taking an M.Ed degree in the field of compulsory school educational studies. The purpose of my research is to promote myself in the field of home economics teaching by addressing challenges. The first challenge is to look at the circumstances that newcomer teachers face when teaching
  Home Economics. Then secondly, to look at how well I have done personally in facing these challenges.
  This action research was conducted during the fall of 2017 to March of 2019. The participants in the study were myself and the students I taught during this time period. In total, there were 250 participants. The research data consisted of a journal, data collected after visits to other schools, photographs, sound recordings, and the students’ assignments.
  The main results of this study support that classroom control is a difficult issue for teachers. I found this especially true when I had not become sufficiently acquainted with my students. I used all opportunities to get to know them. In addition, I placed emphasis on using assignments that were multivariate and interesting for the students. I might name the assignment Master Chef Team Competition and The Master Chef Mystery Box. These assignments promoted discipline, as a result the behaviour problem in the classroom decreased, and communication improved. The support and guidance from other teachers was essential during the onset of my career as a teacher. Then, there came a turning point where I began student teaching. This helped me gain clearer insight where I developed my own theories about teaching and gained the tools I needed to become a more effective teacher. Through student teaching and reflection upon my experiences as a newcomer to
  the teaching field, I am able to strengthen my professional awareness and stand up determined and ready to take on the challenges that my profession demands.

Samþykkt: 
 • 29.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinunn_E_Benediktsdottir_M.Ed..pdf2.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_skemman.pdf271.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF