is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34587

Titill: 
 • Ábyrgð og sjálfstæði nemenda í þemaverkefni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Að geta tekið ábyrgð á eigin námi og sýnt sjálfstæði er góður eiginleiki fyrir nemendur að tileinka sér. Í þessari ritgerð segi ég frá starfendarannsókn sem ég vann vorið 2017 og vorið 2019, en ég fór tvö hringferli í rannsókninni. Tilgangurinn með þessari rannsókn var að kanna hvernig ég sem kennari gæti aukið ábyrgð og sjálfstæði hjá nemendum með því að breyta kennsluháttum mínum og fara í þemanám með samþættingu námsgreina. Þátttakendur voru þeir sömu í báðum hringferlum, annars vegar þegar nemendur voru í 4. og 5. bekk og hins vegar þegar þeir voru komnir í 6. og 7. bekk. Helstu rannsóknargögn voru rannsóknardagbók þar sem ég skráði allt inn sem gerðist og fór fram í kennslustundum, auk þess sem ég ræddi við rannsóknarvin minn. Í öðru lagi voru athuganir sem ég skráði niður og í þriðja lagi hljóðupptökurnar þar sem ég tók upp umræður og vangaveltur nemenda í kennslustundum. Í fjórða lagi voru það ljósmyndir þar sem ég tók myndir af verkefnum nemenda og í fimmta og síðasta lagi voru það rýnihópaviðtöl við þátttakendur.
  Meginniðurstöðurnar voru að þegar nemendur fá að láta rödd sína hljóma í skólastofunni og hafa skoðun á verkefnavali og vinnu sýna þeir mun meira sjálfstæði. Því lengra sem leið á þemaverkefnið sýndu nemendur sífellt meira sjálfstæði og ábyrgð en þeir sýndu í upphafi rannsóknar. Ég tel að þessi aðferð, þemanám með samþættingu námsgreina, hafi kennt mér mikið um hvernig ég get fengið nemendur til þess að auka sjálfstæði og ábyrgð í námi. Ég hyggst viðhalda þessari kennsluaðferð í starfi mínu í framtíðinni vegna þessa, en að auki er hún skemmtileg og fjölbreytt fyrir nemendur og kennara. Bæði nemendur og kennarar fá að kynnast öllum námsgreinum og fá að breyta til um námsumhverfi, sem er mjög gefandi.

 • Útdráttur er á ensku

  Being able to take responsibility and show independence in their own learning is a good quality for students. In this essay I will write about my action research that I worked on in spring 2017 and spring 2019. I made two circumferential in the study. The purpose was to explore how I as a teacher could make my students more responsible for their learning process and more independent by changing my ways of teaching and use theme-based learnings and integrate curriculum. Participants were the same students in both circumferential, in 2017 they were in 4th and 5th grade and in 2019 they were in 6th and 7th grade. Main data was my research diary where I collected everything in the study. Secondly, I recorded my reflections on the lessons in a research diary after the lessons. Thirdly, I collected data with sound recordings from discussions with my research friend and students’ comments and observations after the lessons. Fourth, I took photographs of student projects and lastly, I collected data from focus group interviews with students.
  The main findings were that when students’ voices are heard in the classroom and they can affect what kind of projects they will do, they show more independence. After some time in the theme-based projects students showed more independence and responsibility in their learning. I think the process with theme-based learnings and integrating subjects has taught myself much about how I can help students increase their independence and responsibility in their leaning process. I plan to keep using this method in my teaching because it is a fun way to learn and varied for both students and teachers. Students and teachers become familiar with many subjects and their learning environment is not always the same, which is great for both students and teachers.

Samþykkt: 
 • 29.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni, Steinunn Alva L.pdf2.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Steinunn Alva, yfirlýsing .JPG2.74 MBLokaðurYfirlýsingJPG