en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34588

Title: 
 • Title is in Icelandic Þróun máls og læsis tvítyngdra unglinga : íslenskunám í snjöllu námsumhverfi
 • Development of language and literacy of bilingual teenagers : Icelandic studies in a smart learning environment
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð fjalla ég um starfendarannsókn sem fór fram á tímabilinu frá janúar til maí 2019. Þátttakendur ásamt mér sjálfri voru þrír tvítyngdir nemendur á unglingastigi. Þeir fengu einstaklingsmiðaðar námsáætlanir í íslensku sem tóku mið af fimm grunnþáttum í læsi; ritun, málfræði, hlustun, félagalestur og sjálfstæður lestur. Þessir fimm þættir eru kallaðir Daglega fimman (e. The daily five). Læsisverkefnin voru sett upp í tölvutæku formi í Google Classroom þar sem nemendurnir notuðu smáforritin Kami og Read Aloud.
  Tilgangur starfendarannsóknarinnar var að skoða eigin starfshætti með það að markmiði að efla tvítyngda nemendur í máli og læsi í snjöllu námsumhverfi. Von mín var að öðlast kennslufræðilega færni í notkun Fimmunnar við þjálfun lestrar og ritunar. Markmiðið var að kanna hvaða möguleika snjallt námsumhverfi gæfi tvítyngdum nemendum sem þurfa stuðning í íslensku, hvaða áhrif samábyrgð teymis og gott skipulag í einstaklingsmiðuðu lestrarnámi hefði á námsframvindu og finna leiðir til að efla félagslega þátttöku þeirra. Mig langaði að nemendur mínir öðluðust sjálfstæði, sýndu metnað, legðu sig fram í íslensku og tækju framförum í lestri og ritun.
  Gagnaöflun var í formi rannsóknardagbókar og verkefna þátttakenda, sem ég hafði aðgang að í Google Drive geymsluskrám þeirra. Í rannsóknardagbók skráði ég upplifun mína og vangaveltur ásamt óskum nemenda minna og námsframvindu þeirra.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ég lærði að tileinka mér nýja kennsluhætti með því að setja upp snjallt námsumhverfi með samþættingu við Fimmuna. Aðferðirnar nýtast mér áfram í starfi. Þátttakendur öðluðust færni í Kami og Read Aloud sem þeir notuðu samhliða Google Classroom. Í ljós kom að samábyrgð teymis skiptir sköpum þegar unnið er með nemendur sem þurfa sérstakan stuðning í íslensku. Sömuleiðis reyndist það bæði mér og nemendunum farsælt að hafa markvisst skipulag. Efla má félagslega þátttöku tvítyngdra með því að leggja meira upp úr samvinnu í verkefnum.

 • In this thesis, I discuss about an action research that I carried out from January to May 2019. Participants along with myself were three bilingual students at the lower secondary level. They received individualized education program in Icelandic, covering five basic elements of literacy; read to self, read to someone, listen to reading, word work and writing. These five elements are part of the Daily Five curriculum. The reading assignments were set up in a computerized format in Google Classroom where the students used Kami app and Read Aloud extensions.
  The purpose of the action research was to examine my own practice with the aim of promoting bilingual students in language and literacy in a smart learning environment. My hope was to acquire the teaching skills of the Daily Five in reading and writing. The aim was to explore the possibilities of a smart learning environment for bilingual students who need support in Icelandic, the impact of team co-responsibility and good organization in individualized education program and to find ways to enhance their social participation. I wanted my students to gain independence, show ambition, make progress in in reading and writing in Icelandic.
  Data collection was in the form of a research journal and participants' projects, which I had access to in their Google Drive files. In my research journal, I recorded my experience and reflection along with my students' wishes and their learning progress.
  The main results of the action research were that I learned to adopt new teaching methods by setting up a smart learning environment with integration with the Daily Five. The methods continue to benefit me in my work. Participants acquired skills in the extensions, Kami app and Read Aloud, which they used along with Google Classroom. It became clear that team co-responsibility is crucial when working with students who need special support in Icelandic. Likewise, good organization for both my students and myself proved successful. Bilingual social participation can be enhanced by contributing more to cooperation in projects.

Accepted: 
 • Oct 29, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34588


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Theódóra Friðbjörnsdóttir.pdf2.84 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing_theodora_fridbjornsdottir.jpg562.62 kBLockedDeclaration of AccessJPG