is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34589

Titill: 
 • Fjölþætt heilsuefling eldri aldurshópa : áhrif 12 mánaða heilsueflingar á hreyfifærni og afkastagetu eldri aldurshópa í tveimur íslenskum sveitarfélögum
 • Titill er á ensku Multimodal Health Promotion for older age groups
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Markviss heilsuefling eldri aldurshópa með áherslu á þol- og styrktarþjálfun getur aukið verulega líkamlega afkastagetu þeirra og heilsu. Góð hreyfifærni og bætt afkastageta gerir eldri einstaklingum kleift að sinna athöfnum daglegs lífs lengur og getur þannig haft veruleg jákvæð áhrif á daglegt líf einstaklinga þrátt fyrir háan aldur.
  Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarverkefnisins var að kanna áhrif tólf mánaða fjölþættrar heilsueflingar á hreyfifærni og afkastagetu eldri einstaklinga í tveimur íslenskum sveitarfélögum. Snið rannsóknar var hentugleikaúrtak einstaklinga 65 ára og eldri. Fjöldi þátttakenda voru 362 og voru konur í meirihluta, 225 talsins en karlar 137. Þátttakendur fylgdu tólf mánaða þjálfunaráætlun sem byggðist á daglegri þolþjálfun og styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku. Þjálfun var studd af mánaðarlegum fræðsluerindum um næringu og heilsutengda þætti. Framkvæmdar voru mælingar á hreyfifærni og afkastagetu áður en íhlutun hófst og síðan að lokinni sex og tólf mánaða heilsueflingu. Við mælingar var notast við þekkt próf á sviði öldrunar. Helstu mælingar voru SPPB hreyfifærniprófið, 8 feta hreyfijafnvægi, liðleikamælingar, mæling á vöðvaþoli og 6 mínútna göngupróf. Könnuð var dagleg hreyfing og þátttaka í styrktarþjálfun auk þess sem heilsa var greind með alþjóðlegum spurningalista. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 73,3 ár og spönnin var 65–94 ár. Meðalaldur kvenna var 72,4 ± 4,8 og karla 74,4 ± 5,4 ár. Hópurinn bætti sig um 0,3 stig í SPPB prófinu (p < 0,001) á 12 mánaða þjálfunartíma. Átta feta hreyfijafnvægi færðist til betri vegar eða úr 5,9 sekúndum við upphafsmælingu í 5,6 sekúndur (p < 0,001). Vöðvaþol þátttakenda, fjöldi armbeygja á 30 sekúndum, fjölgaði úr 16 armbeygjum í upphafi í 20 eftir 12 mánaða íhlutun (p < 0,001). Vöðvaþol þátttakenda, þar sem staðið er úr stól á 30 sekúndum, jókst einnig úr 12 skiptum í tæp 15 eftir 12 mánaða heilsueflingu (p < 0,001). Liðleiki í aftanverðu læri jókst um 2 cm (p < 0,001) og mat á eigin heilsu, sem mæld er í stigum á skalanum 0–100, færðist til betri vegar á rannsóknartíma eða um 11 stig (p < 0,001). Vegalengd sem gengin var í 6 mínútna gönguprófi jókst úr 468 metrum í 504 metra (p < 0,001), án hækkunar á hjartsláttartíðni við lok mælinga. Eftir 12 mánaða heilsueflingu var dagleg hreyfing þátttakenda 23,1 mínútur og hafði aukist um tæpar 10 mínútur frá upphafsmælingu (p < 0,001). Umræða: Niðurstöður allra mælinga færðust til betri vegar og eru sambærilegar nýlegum íhlutunarrannsóknum þar sem komið hefur fram að þjálfun sem samanstendur af styrktar- og þolþjálfun sé ein af helstu leiðum til að viðhalda eða bæta hreyfifærni og afkastagetu eldri einstaklinga. Ályktun: Niðurstöður sýna mikilvægi fjölþættrar heilsueflingar fyrir eldri aldurshópa. Þær gefa vísbendingu um að koma megi í veg fyrir snemmbæra hreyfiskerðingu með markvissri þjálfun svo hinir eldri geti sinnt athöfnum daglegs lífs lengur.
  Efnisorð: Hreyfifærni, afkastageta, þolþjálfun, styrktarþjálfun, heilsuefling.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Maintaining high level of physical function is important for extending independent daily living at an advanced age. Previous research suggests that health promotion of endurance and strength exercises for older adults may significantly improve physical function and overall health. The purpose of the study was to examine the effects of a 12-month multimodal health promotion program on physical function and overall health among Icelandic older adults living in two municipalities.
  Method: As part of the study, 362 subjects (225 women and 137 men) 65 and older participated in a 12-month multimodal health promotion program consisting of strength training two times per week and daily home exercise. Subjects also attended lectures on nutrition and other health related factors once a month. Measurement of physical function included short physical performance battery (SPPB), 8 feet up and go, grip strength, chair stand, arm curl test, lower and upper body flexibility test, 8 feet up and go and 6-minute walking distance. Measurement took place before the training started, after six months of training, and when participants had completed 12-months of training. Daily home exercise logs and strength training records were collected and health was measured by questionnaire.
  Results: The average age of the study subjects was 73,3 years (range of 65–94 years old, women: 72.2 ± 4.8 ,men: 74.4 ± 5.4). We found that all measurements of physical function and health significantly improved after the 12-month health promotion program compared with the baseline measurement. The average duration of daily exercise increased by 10 minutes (23 to 33 min, p < 0,001), 6-minute walking distance increased by an average of 36 meters (467 to 504 meters, p < 0,001), SPPB results increased by 0.3 points (p < 0,001). Time to complete the 8 feet up and go test shorten by 0.3 seconds (5.9 sec to 5.6, p < 0,001), arm curl for 30 sec increased by 4 repetitions (16 to 20 , p < 0,001), the chair stand test increased by 3 times (12 to 15 times, p < 0,001), and the lower body flexibility increased 2 cm (p < 0,001). Health measurement ranged from 0 to 100 also increased with 11 points after the 12-month health promotion program (p < 0,001). Discussion: Our results revealed that the 12-month multimodal health promotion program had a significant positive impact on the physical function as well as overall health among older adults. It indicates that a long term health promotion combined with strength and endurance exercise improves physical function and overall health among community-living older adults.
  Key words: Physical function, physical performance, endurance training, strength training, health promotion.

Samþykkt: 
 • 29.10.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölþætt heilsuefling eldri aldurshópa.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf30.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF