is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34593

Titill: 
 • Streita, kulnun og trú á eigin getu meðal kennara : kerfisbundin heimildasamantekt á orsökum, einkennum og bjargráðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Blikur eru á lofti varðandi yfirvofandi kennaraskort og líðan kennara í starfi meðal annars vegna mikils álags. Mikilvægt er að sporna við flótta kennara úr kennarastéttinni með fyrirbyggjandi inngripum og notkun árangursríkra bjargráða. Tilgangur verkefnisins var að kanna streitu, kulnun og bjargráð meðal kennara og þannig auka skilning á þeim þáttum sem ýta undir streitu og kulnun, auk þess að skoða hvort bjargráð og aukin trú á eigin getu geti dregið úr streitu og kulnun. Notast var við kerfisbundna heimildasamantekt rannsókna frá tímabilinu 2010 - 2017 í gagnabönkunum PsycINFO/Proquest, Web of Science, PubMed/Medline, ERIC, The Cochrane Library, Science Direct (Elsevier), Sage Journal og NIOSHTIC-2. Skilyrði var að fjallað væri um mælitæki sem voru notuð til mælinga á streitu, bjargráðum og kulnun. Notast var við PRISMA flæðirit við greiningu heimilda. Gæði valdra rannsókna voru metin út frá Appraisal tool for Cross-Sectional Studies (AXIS). Sjö rannsóknir uppfylltu sett skilyrði. Niðurstöður sýndu að aðal orsakaþáttur kulnunar væri streita. Mestu streituvaldarnir voru álag í starfi, ófullnægjandi vinnuskilyrði, slæm hegðun nemenda, lítil sameiginleg ákvarðanataka í starfi, lítil þátttaka foreldra, skortur á viðurkenningu yfirmanna og óljósar kröfur frá stjórnendum. Notkun árangursríkra bjargráða dró úr streitu og kulnun og hafði jákvæð áhrif á andlega heilsu. Notkun árangurslausra bjargráða jók streitu og kulnun og slæma andlega heilsu. Trú á eigin getu dró úr streitu, og notkun á árangurslausum bjargráðum. Niðurstöður gefa vísbendingar um að aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir aukinn flótta kennara úr starfi til að auka starfsánægju og bæta líðan þeirra. Horfa verður til þess að notkun bjargráða getur bæði dregið úr og aukið streitu og kulnun meðal kennara. Skoða þarf betur samspil streitu, kulnunar og notkunar árangursríkra bjargráða auk annarra áhrifaþátta á streitu og kulnun.
  Lykilorð: Streita, kulnun, bjargráð, trú á eigin getu, kennarar.

 • Útdráttur er á ensku

  There are worrying signs regarding increasing number of teachers leaving their profession and growing concerns about their well-being in the job due to stress. Therefore, it is important to try to counterbalance the imminent exodus of teachers by using effective coping and increase teacher self-efficacy. The aim with this work was to study stress, burnout and coping among teachers to further understand the factors that exacerbate stress and burnout, as well as investigating if coping methods and self-efficacy can reduce stress and burnout. A systematic review method was used to collect research data from 2010 to 2017, found in the following databases: PsycINFO/Proquest, Web of Science, PubMed/Medline, ERIC, The Cochrane Library, Science Direct (Elsevier), Sage Journal og NIOSHTIC-2. Inclusion criteria were a requirement for discussion and use of measuring instruments for stress, coping and burnout. PRISMA flow charts were used for source analysis. The quality of selected studies was evaluated with the Appraisal tool for Cross-Sectional Studies (AXIS). Seven studies met the criteria. The main findings showed that the primary cause of burnout was stress. The greatest stressors were stress on the job, inadequate working conditions, poor behavior of students, scarcely any joint decision-making on the job, minor involvement of parents, limited recognition by superiors, and vague demands from management. The use of effective coping strategies reduced the stress level and burnout and had a positive effect on mental health. Self-efficacy did reduce stress and the use of ineffective coping. Findings indicate the need for action to prevent increased number of teachers leaving their job. It should be considered that use of coping strategies can both reduce and increase stress and burnout among teachers. The interaction between stress, burnout, and use of effective coping needs to be better explored, as well as other influencing factors.
  Keywords: Stress, burnout, coping, self-efficacy, teachers.

Samþykkt: 
 • 11.11.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóna Bjarnadóttir.pdf526.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna