Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34594
Verkefni þetta er tvíþætt lokaverkefni til M.A. prófs í hagnýtri menningarmiðlun. Annars vegar greinagerð og hins vegar miðlunarhluti.
Unnið var út frá eftirfarandi rannsóknarspurningu:
„Mikilvægi efnismarkaðssetningar fyrir fyrirtæki. Hvernig getur nýtt ráðgjafafyrirtæki í stafrænni þjónustu aukið sýnileika sinn og arðbærni aðgerða viðskiptavina með því að miðla fræðslu til almennings?"
Í greinagerð verður farið yfir skilgreiningar, hugtök og kenningar efnismarkaðssetningar. Auk þess verður farið yfir upphaf efnismarkaðssetningar, þau áhrif sem internetið hefur haft og mismunandi birtingarform skoðuð.
Miðlunarhluti skiptist í tvo hluta, annars vegar þarfagreiningu og hinsvegar miðlunarleið. Í miðlunarleið var framleitt fræðsluefni um vefmál á íslensku, en megin markmið fræðsluefnisins er að auka traust og þekkingu einstaklinga á fyrirtækinu Kóral vefráðgjöf, sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði stafrænnar miðlunar. Fræðsluefnið mun þar af leiðandi vera form af efnismarkaðssetningu fyrir þetta tiltekna fyrirtæki. Áður en farið var út í efnissköpun var gerð þarfagreining. Niðurstöður þarfagreiningarinnar voru nýttar til að endurmóta upprunalega hugmynd að miðlunarleið, ákveða eðli efnis og hvernig það yrði sett fram.
Í þarfagreiningu kom fram að áhugi og þörf er fyrir fræðsluefni um vefmál á íslensku og þá sérstaklega hvað felst í undirbúningsvinnu áður en hafist er handa við uppsetningu á vefsíðu. Niðurstöður greinagerðar leiddu í ljós að skilvirkni (e. return on investment) efnismarkaðssetningar er góð og að fræðsluefni hentar vel sem form af efnismarkaðssetningu fyrir ráðgjafafyrirtæki.
Miðlunarhluti og þarfagreining var unnin í samvinnu við Erlu Dröfn Rúnarsdóttur meistaranema en greinargerðin var unnin af höfundi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EFNISMARKAÐSETNING. FRÆÐILEG GREINING OG MIÐLUN FRÆÐSLUEFNIS.pdf | 4,33 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 8,31 MB | Lokaður | Yfirlýsing |