Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34595
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið meirihluta í sveitarstjórn Garðabæjar um áratugaraðir. Þetta skýrist af þó nokkrum þáttum, en ritgerðin athugar helst hvernig minni framboðin hafa hagað sínum málum í gegnum tíðina, sem og að athuga hvernig reikniregla kosninganna hefur sett svip sinn á stjórnmálasögu og stjórnmálalandslag Garðabæjar. Niðurstaða ritgerðar er sú að minni framboðin hafa lítið hagnast á sameiginlegum framboðum gegn ríkjandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins, þó tilraunir þeirra hafi verið fyrirsjáanlegar ef marka má inntak skynsemiskenningarinnar. Rannsókn höfundar gaf einnig til kynna að D‘Hondt reiknireglan hygli vissulega Sjálfstæðisflokknum, bitni töluvert á minni framboðum og sé vissulega stór þáttur í því hvers vegna minni framboð hafa oftar en ekki átt erfitt með árangur í kosningum í Garðabæ.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-RITGERÐ-2019-Heiðar-Smith pdf.pdf | 602.06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman-Yfirlýsing.pdf | 182.59 kB | Lokaður | Yfirlýsing |