is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34596

Titill: 
  • Fósturbörn og fósturforeldrar : mikilvægi tengsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um tengslamyndanir og fósturráðstafanir. Meginmarkið ritgerðarinn er að kanna tengsl barna og foreldra og hvernig fósturbörnum gengur að mynda ný tengsl við fósturforeldra sína. Það er afar mikilvægt fyrir börn að mynda tengsl við umönnunaraðila sinn, alveg sama hvort að það sé kynmóðir barnsins eða fósturmóðir. Tengslin byrja að myndast strax eftir fæðingu, jafnvel í móðurkviði. Tengslin sem börn mynda við umönnunaraðila sinn hefur áhrif á þroska, velferð og framtíð þeirra. Í ritgerðinni er leitast eftir því að svara spurningunum: Hvers vegna er mikilvægt að mynda tengsl? Hvernig gengur fósturbörnum að mynda tengsl við fósturforeldra sína?
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þau börn sem mynda örugg tengsl við umönnunaraðila sinn séu almennt stöðugri á fullorðinsárunum og þeim líður almennt betur. Þau börn sem fara í fóstur gengur yfirleitt vel að mynda tengsl við fósturforeldra sína en það veltur þó mikið á því hvernig tengsl þeirra voru við kynforeldra sína ásamt því hvernig líf þeirra var áður en þau fóru í fóstur. Rannsóknir sýna að því yngri sem börnin eru þegar þau fara í fóstur gengur tengslamyndunin almennt betur. Ef börnin hafa upplifað misbrest í uppeldi sínu, vanrækslu eða ofbeldi, gengur tengslamyndunin ver.

Samþykkt: 
  • 13.11.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐIN.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf239.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF