is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34597

Titill: 
  • Öldungaráð á Íslandi: hlutverk og staða
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hlutverk og helstu verkefni öldungaráða í sveitarfélögum á Íslandi. Auk þess var það markmið að skoða árangur öldungaráða frá stofnun þeirra, samvinnu við sveitarfélög, hvort breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem tók gildi 1. október 2018 hafi haft áhrif á starfsemi þeirra ásamt því að skoða hvernig sýnileiki öldungaráða birtist. Rannsóknin er byggð á eigindlegri aðferð og tekin voru sjö hálfstöðluð viðtöl við átta einstaklinga á aldrinum 70 - 84 ára sem áttu það meðal annars sameiginlegt að hafa reynslu af störfum í öldungaráði. Niðurstöður leiddu í ljós að hlutverk öldungaráða er þýðingamikið og ábyrgðarfullt, þau eru ráðgjafaafl í málefnum aldraðra innan sveitarfélaga og samráðsvettvangur þar sem fulltrúar sitja í forsvari fyrir félög eldri borgara, sveitarfélög og heilsugæslu. Verkefnin eru fjölbreytt og snúa helst að hagsmunamálum aldraðra en frá 1. október 2018 hafa heilbrigðismál aldraðra á vegum sveitarfélaga einnig heyrt undir ábyrgðasvið öldungaráða. Sú breyting varð í kjölfar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem hefur haft nokkuð víðtæk áhrif á störf öldungaráða. Starf öldungaráða hafa borið nokkurn árangur en góð samvinna öldungaráða og sveitarfélaga er forsenda þess að starfið gangi vel og beri árangur. Ljóst er að öldungaráð þurfa að vera sýnilegri innan sveitarfélaga en algengt er að eldri borgarar séu ekki meðvitaðir um hlutverk þeirra. Lykilorð: Öldungaráð, eldri borgarar, aldraðir, notendasamráð, sveitarfélag, stjórnsýsla.

  • The purpose of this study was to shed light on the role and main functions of the councils for the elderly around the municipalities of Iceland. The additional goal was to study results since the establishment of these councils, their cooperation with the municipalities, while examining wether or not changes in Act nr. 40/1991, valid since October 1st 2018, regarding the social services of the municipalities has had an impact on the elderly councils, as well as studying their visibility within the Icelandic society. The qualitative study is based on seven semi structured interviews conducted with eight individuals between the age of 70 – 84 years old, who all shared the experience of having been members of councils for the elderly. Results indicated that the role of these types of councils certainly can impact the society as a meaningful and responsible advisory venue regarding matters of the elderly within the municipalities. Furthermore the councils can be a joint venue for discussion between representatives from various associations of the elderly, the municipalities and the health care sector. The councils´s tasks are various, most of them having to do with different interests of the elderly but since health care issues regarding the elderly were transferred to the municipalities in October 1st 2018, they too have become a matter of responsibility of the councils for the elderly. This change occured in relation to change of Act nr. 40/1991 regarding social services of the municipalities which has impacted the roles of the councils for the elderly. The councils´s operations have been quite successful where good cooperation between councils and municipalities have been the key to success. Senior citizens around Iceland tend to not be aware of the roles of the councils for the elderly and it is therefore clear that the councils must become a more visible platform within the municipalities. Key words: Council for the elderly, senior citizens, the elderly, user consultation, municipality, public administration.

Samþykkt: 
  • 19.11.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf132.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA ritgerðSE PDF.pdf702.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna