is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34598

Titill: 
  • Sáttameðferð í fjölskyldumálum: Framkvæmd og reynsla fagaðila af því að veita sáttameðferð á Íslandi.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sáttameðferð í fjölskyldumálum á Íslandi varð lögbundin árið 2013. Með breytingarlögum nr. 61/2012 og nr. 144/2012 var ákvæði um sáttameðferð lögfest, sem nú er að finna í 33. gr. a. barnalaga nr. 76/2003. Ákvæði sáttameðferðar felur í sér að foreldrum er skylt að undirgangast sáttameðferð áður en þeir geta krafist úrskurðar hjá sýslumanni eða höfðað mál fyrir dómi vegna forsjármála, lögheimilismála, umgengnismála, dagsektarmála eða aðfaramála. Sáttameðferð er ákveðin aðferð til að leysa ágreining á milli foreldra og er markmið sáttameðferðar í fjölskyldumálum að aðstoða foreldra við að ná samkomulagi um þá lausn máls sem er barni fyrir bestu. Rannsókn þessi var tvíþætt. Annars vegar var unnin stefnugreining á lögum, reglum, framkvæmd og málsmeðferð sáttameðferðar á Íslandi og hún borin saman við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Hins vegar var framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fagaðila sáttameðferðar á Íslandi. Markmið eigindlega hluta rannsóknarinnar var að skoða sáttameðferð skv. 33. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 og leitast var eftir því að varpa ljósi á upplifun og reynslu fagaðila af sáttameðferð hér á landi. Kannað var hvort að reynsla fagaðilanna kalli eftir einhverjum breytingum á lögum, reglum, framkvæmd og/eða málsmeðferð sáttameðferðar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að upplifun og reynsla fagaðila af því að veita sáttameðferð í fjölskyldumálum á Íslandi er almennt jákvæð. Fagaðilarnir segja lagagrein sáttameðferðar vera góða en að endurskoða þurfi reglurnar um sáttameðferð, sem ráðuneytið setti fram er sáttameðferð varð lögbundin árið 2013. Þá leiddu niðurstöðurnar í ljós að þörf er á ýmsum breytingum og úrbótum þegar kemur að framkvæmd og málsmeðferð sáttameðferðar. Einnig sýndu niðurstöður fram á að þörf er á frekari aðstoð eða ráðgjöf til foreldra á fyrri stigum ágreinings, til dæmis við skilnað eða sambúðarslit.
    Lykilorð: Sáttameðferð, fjölskyldumál, skilnaðarráðgjöf, félagsráðgjöf.

  • Mediation in family affairs in Iceland became mandatory by law in 2013. Amending Act. no. 61/2012 and no. 144/2012 an article on mediation was enacted, which is now contained in article 33. a. Children‘s Act no. 76/2003. The article states that before requesting a ruling or instituting a court action on custody, domicile, access, per diem fines or enforcement measures, parents shall be obliged to attempt to reach an agreement. Mediation is a specific method of resolving disagreements between parents and the goal of mediation in family affairs is to assist parents in negotiating the best solution for the child. This study was twofold. First, a policy analysis of the laws, regulations, implementation and procedure of mediation was conducted in Iceland, and it was compared with Denmark, Norway and Sweden. Secondly, a qualitative interview study was conducted and interviews were taken with professional mediators in Iceland. The aim of the qualitative part of the study was to examine mediation according to article 33. a. Children‘s Act no. 76/2003, which sought to shed light on the experience and practice of professionals in mediation in Iceland. It will be discussed wether the experience of professionals calls for any changes in law, regulations, implementation and/or mediation procedures.
    The findings of this study indicate that the experience of Icelandic professionals in providing family mediation has been positive. The professionals seem to think that the law of mediation is acceptable, however that there is a need to reconsider the rules surrounding mediation. Therefore, these findings suggest that there is a need for modification and improvement when it comes to the execution of mediation. Furthermore, these findings indicate that there is a need for further assistance and counseling for parents in the beginning stages of disagreements, for example in divorce and separation.

    Keywords: Mediation, family affairs, divorce counseling, social work.

Samþykkt: 
  • 19.11.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_HeiðdísHafþórsdóttir.pdf328.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF
FRG442L_Heiðdís Hafþórsdóttir_MA-ritgerð.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna