is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34599

Titill: 
 • "Ég var bara eins og fangi": Upplifun af andlegu ofbeldi innan vinasambanda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu einstaklinga sem upplifað hafa vinasambönd sem einkennast af andlegu ofbeldi. Ennfremur var leitast við að skoða viðhorf þátttakenda til þess hvað gæti hafa valdið slíkum samskiptum, reynslu þeirra af vinslitum og upplifun þeirra af stuðningi. Var þetta jafnframt skoðað með tilliti til hlutverks fagaðila á við félagsráðgjafa. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn en tekin voru viðtöl við tíu konur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að andlegt ofbeldi og neikvæð samskipti geta orðið meðal annars til af persónugerð og aðstæðum gerenda, sem og viðhorfi og skilningi þolendanna á aðstæðunum. Andlegt ofbeldi innan vinasambanda virtist samkvæmt frásögn viðmælendanna felast einna helst í stjórnsemi, niðurlægingu og ógnandi hegðun gerendanna. Afleiðingar fyrir viðmælendurna fólust í tilfinningalegri vanlíðan, andlegu álagi og kvíða. Einnig greindu viðmælendur frá því hvernig aðstæður sem þessar gátu mótað atferli og samskiptafærni þeirra. Viðmælendunum gat reynst flókið og erfitt að binda enda á samskiptin. Stuðningur af hálfu aðstandenda skipti þátttakendur jafnframt miklu máli, en flestir viðmælendur töldu sig hafa að einhverju leyti skort slíkan stuðning. Niðurstöður rannsóknarinnar veita innsýn í hvernig andlegt ofbeldi getur orðið til innan náins vinasambands. Rannsókn þessi getur því eflt skilning og þekkingu á þessu málefni, en það hefur lítið sem ekkert verið rannsakað hérlendis. Út frá niðurstöðunum mátti álykta að fagaðilar á við félagsráðgjafa hafi hlutverki að gegna í aðstæðum sem þessum, en mikilvægt er að þeir sinni því af fagmennsku og nærgætni. Ljóst er að vitundarvakning á málefni þessu er mikilvæg í samfélagi okkar svo unnt sé að bregðast við andlegu ofbeldi sem birst getur innan náinna vinasambanda.
  Lykilorð: Vinir, vinasambönd, neikvæð samskipti, andlegt ofbeldi.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine the experiences of individuals who have been a part of friendships that involved emotional abuse. Furthermore, the aim was to look into the opinions of participants of what could have been the instigator of such communication, their experience of ending the communication and their impression of support. The role of social workers in situations like these was also examined. A qualitative interview method was utilized where ten women were interviewed. The results of the study indicated that psychological abuse or negative communication can be caused by the personality or the situation of the abuser, and also by the frame of mind or comprehension of the victim of their situation. Psychological abuse could be characterized by controlling behavior, humiliation or threatening conduct according to the participants. The victims experienced the effects as mainly emotional and psychological stress and anxiety. The participants also elaborated on how situations like these influenced their behavior and communication skills. The support of others was of great importance to the participants. However many of the participants considered themselves lacking such support in some way. The results of this study can give insight into how psychological abuse can occur within close friendships. The study will hopefully promote further understanding and knowledge on the subject, which has not been studied to much extent before. The results indicate that professionals like social workers have a part to play in situations like these, although they must approach their role with professionalism and consideration. Societal awareness of this issue is clearly of great importance for us to be able to respond appropriately to psychological abuse that can appear within friendships.
  Keywords: Friends, friendship, negative communication, emotional abuse.

Samþykkt: 
 • 19.11.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf339.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MAritgerð_1906902619_leiðrétt.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna