is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34605

Titill: 
  • „Á vettvangi finnst mér ég alls ekki gera stórkostlega hluti en skjólstæðingar okkar upplifa það allt öðruvísi“ Upplifun og reynsla starfsmanna af starfi sínu í VoR-teyminu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um upplifun starfsmanna af starfi sínu hjá Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar (VoR-teymi). Teymið veitir heimilislausum einstaklingum með flókinn og fjölþættan vanda, þjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu starfsmanna í starfi sínu í VoR-teyminu, öðlast skilning á viðhorfum þeirra til starfsins og skilja betur, hvaða þættir stuðla að hvatningu og ánægju í starfi. Einnig var kannað hvaða þættir ollu álagi og hvert gildi handleiðslu í starfi væri að mati teymismeðlima. Rannsókninni var því ætlað að ná sem bestri heildarmynd af starfi og líðan teymismeðlima. Rannsóknin var starfsrannsókn (e. practice research) en slíkar rannsóknir fela það í sér að rannsakandi vinnur allt rannsóknarferlið í samstarfi við hópinn sem rannsóknin beinist að. Tekin voru tíu eigindleg viðtöl við alla teymismeðlimi VoR-teymisins auk þess sem þátttökuathugun var framkvæmd til að öðlast skilning á starfi teymisins. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur láta sér mjög annt um velferð þjónustunotenda og þeir beittu svipuðum nálgunum í starfi, en þær einkenndust af virðingu, heiðarleika, fordómaleysi og auðmýkt í garð þjónustunotenda. Í rannsókninni kom fram nokkur óánægja meðal þátttakenda vegna skorts á viðeigandi aðbúnaði á vettvangi. Þá var einnig bent á þörf fyrir bætt upplýsingaflæði og skýrar verklagsreglur. Þá leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að handleiðsla hefði mikið gildi fyrir teymismeðlimi.
    Lykilorð: Heimilisleysi, VoR-teymi, húsnæði fyrst, skaðaminnkun, áfallamiðuð nálgun, teymi, handleiðsla, starfsrannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    This research addresses the experience of the employees of a field- and counselling team of the city of Reykjavík, Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar/VoR-team, which deals with diverse projects related to homeless people with complex and multifarious problems. The purpose of this research is to shed a light on the experience of the employees of the VoR-team and to gain an understanding of their attitudes towards their job as well as to understand in a better way which factors contribute to their motivation and satisfaction in the job. The research also examines which factors cause stress and what the value of supervision in the job is according to the members of the team. This research is a practice research. That means that the researcher works with the team that the research is directed at through the whole research process. The research consists of ten qualitative interviews with all the members of the VoR-team as well as a participation observation to gain an understanding of the work of team members. The main results of the research were that the participants of the research were very passionate about the welfare of the service users and all of the participants used similar approaches in their jobs which consisted of respect, honesty, unbias and humility towards the service users. In the research the participants expressed some dissatisfaction with the lack of appropriate accommodation in the field as well as a lack of flow of information and clear practise guidelines. The results of the research also showed that value of supervision in the job is highly important for the members of the team.
    Keywords: Homelessness, VoR-teymi, housing first, harm reduction, trauma-informed approach, team, supervision, practice research.

Samþykkt: 
  • 19.11.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SKEMMUYFIRLÝSING-SIBEL ANNA.pdf252.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sibel Anna - SkemmaDES.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna