is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34606

Titill: 
 • „Aðstandandi er hlutverk án handrits eða leiðbeininga“ : Stuðningur við maka krabbameinsgreindra
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun og reynslu af því að vera maki krabbameinsgreindra einstaklinga til að varpa ljósi á hvaða stuðningur og aðstoð hafi staðið þeim til boða og hvort þörf sé á frekari stuðningi. Áhersla var lögð á að fá upplýsingar um hvernig makar upplifðu sálfélagslegan stuðning og þeirra sýn á hvaða þjónustu þeir myndu vilja fá frá félagsráðgjöfum.
  Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð með þeim hætti að tekin voru viðtöl við sex einstaklinga, þrjár konur og þrjá karla sem áttu það sameiginlegt að vera eða hafa verið makar einstaklinga með krabbamein. Þátttakendur voru á aldrinum 36 til 53 ára þegar viðtölin voru tekin í september og október árið 2019.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að makar krabbameinsgreindra einstaklinga áttu það sameiginlegt að upplifa krabbameinsgreiningu maka síns sem áfall og finna fyrir vanlíðan í kjölfarið. Hún birtist meðal annars í óvissu, áhyggjum, kvíða, og svefnerfiðleikum. Viðmælendur áttu það allir sameiginlegt að miklar breytingar urðu á lífi þeirra og þeir tóku að sér nýtt ábyrgðarhlutverk sem umönnunaraðilar, auk þess að axla ýmsa ábyrgð sem maki þeirra hafði áður borið eða þau deilt. Viðmælendur voru allir sammála um að það þurfi að veita aukinn stuðning og fræðslu fyrir maka þegar ástvinur þeirra greinist með krabbamein. Þá telja þeir að sú þjónusta sem er í boði hafi ekki verið nógu aðgengileg og upplýsandi. Sérstaklega var bent á að það þyrfti að grípa maka fyrr í ferlinu og mikilvægt væri að félagsráðgjafi fylgdi fjölskyldunni í gegnum ferlið og leiðbeindi þeim og útskýrði hvað væri framundan. Þátttakendur lögðu til að makar fengju einstaklingsviðtöl hjá félagsráðgjafa og að hægt væri að sækja hópastarf hjá félagsráðgjafa sem fylgdi þeim eftir í ferlinu. Þá lögðu makar áherslu á mikilvægi skriflegra upplýsinga og að þeim væri afhent handbók eða bæklingur með hagnýtum upplýsingum fyrir sig í upphafi.
  Lykilorð: Aðstandandi, maki, krabbamein, áföll, umönnun, hlutverk, stuðningur, félagsráðgjöf.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study was to gain insight into the experience of being a spouse of a cancer-diagnosed individual, in order to highlight what support and assistance is available to them and whether further support is needed. Emphasis was placed on obtaining information about how spouses experienced psychosocial support and their views on what services they would like to receive from social workers.
  The study was conducted by a qualitative research method by interviewing six individuals, three women and three men who share the experience of having, or having had, a spouse diagnosed with cancer. Participants were aged between 36 and 53 years at the time of the interview. The interviews were conducted in September and October 2019.
  The results of the study revealed that the spouses of cancer-diagnosed individuals had a common ground of experiencing their partner's cancer diagnosis as a shock and subsequent distress, which manifested in, among other things, uncertainty, worry, anxiety, and sleep problems. Interviewees all had a common sense of a significant change in their life and their take on a comprehensive role as caregivers, in addition to taking on their spouse’s responsibilities or the ones they had shared previously . The interviewees all agreed the necessity for increased support and education needed for spouses of cancer-diagnosed individuals when their loved one is diagnosed with cancer, and that the services available to them had not been accessible and informative enough. In particular, they felt that support and educational services should have been provided to them earlier in the process and that the assistance of a social worker to guide them and explain to them what was ahead is essential. Participants suggested for increased support to include; that spouses should receive individual interviews and group work with social workers who would be able to follow them through the process. In addition, they emphasized the importance of written information and to be provided with a handbook or brochure that would include practical information for themselves in the beginning of the process.
  Keywords: Family member, spouse, cancer, trauma, care, role, support, social work.

Samþykkt: 
 • 19.11.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna..pdf263.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA_Ritgerð_Stefanía_ Þóra_ Jónsdóttir.pdf739.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna