is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34607

Titill: 
 • „Þetta bitnar alltaf á öllum í kringum þig“: Upplifun og reynsla einstaklinga af því að alast upp með systkini með vímuefnaröskun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu og upplifun einstaklinga sem ólust upp með systkini með vímuefnaröskun. Markmiðið var einnig að gefa þessum hópi viðeigandi athygli þar sem systkini hafa fengið litla athygli í rannsóknum tengdum áhrifum vímuefnaröskunar.
  Rannsóknir hafa sýnt fram á að vímuefnaröskun hefur margvísleg áhrif, bæði á þann sem glímir við röskunina og aðra fjölskyldumeðlimi. Áhrifin geta verið víðtæk, bæði andleg, líkamleg, félagsleg og fjárhagsleg. Einnig geta komið upp samskiptaörðugleikar innan fjölskyldunnar. Systkini einstaklingsins, sem misnotar vímuefni, eiga það til að gleymast; þau fá gjarnan litla athygli frá foreldrum því oft beinist öll athygli foreldranna að því systkini sem er veikt.
  Í rannsókninni var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt og þátttakendur valdir með markmiðs- og snjóboltaúrtaki. Við gagnaöflun voru tekin sex hálfstöðluð viðtöl við einstaklinga á aldrinum 20–30 ára, fimm konur og einn karl, sem eiga það sameiginlegt að alast upp með systkini með vímuefnaröskun.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að systkini einstaklinga með vímuefnaröskun upplifa oft á tíðum kvíða- og þunglyndiseinkenni, félagslega einangrun, áhyggjur af foreldrum og systkinum. Álag og streita skapast innan fjölskyldunnar og koma samskiptaörðugleikar upp á milli allra fjölskyldumeðlima. Átök og rifrildi eru algeng á milli þeirra og einnig er hætta á ofbeldishegðun sem rekja má til vímuefnaneyslu systkinis.
  Mikilvægi rannsóknarinnar felst í því að vekja athygli á þeim áhrifum sem einstaklingar verða fyrir við að alast upp með systkini með vímuefnaröskun. Foreldrar og fagaðilar þurfa að vera meðvituð um þau áhrif sem vímuefnaröskun systkinis getur haft á systkini sem ekki er í neyslu. Niðurstöðurnar varpa ljósi á mikilvægi þess að veita einstaklingum í þessari stöðu viðeigandi stuðning og ráðgjöf en þeir eiga það til að gleymst í allri óreiðunni sem getur myndast í fjölskyldum vímuefnasjúkra einstaklinga.
  Lykilorð: Vímuefnaneysla, systkinatengsl, samskipti, tilfinningaleg líðan og einangrun.

Samþykkt: 
 • 19.11.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.pdf442.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MaRitgerð.VigdisSveinsdottir.Lokaskjal.pdf679.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna