Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34609
Markmið þessarar rannsóknar er að fá reynslu og sýn fagaðila á handleiðslu. Störf þátttakenda í rannsókninni geta reynt mikið á andlega, þau eru oft krefjandi og úrræðin takmörkuð. Til að ná fram markmiðum rannsóknarinnar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru 13 opin viðtöl við fagaðila frá ýmsum fagstéttum. Hagnýtt gildi rannsóknar er að afla gagna og ná fram greinargóðum upplýsingum af viðhorfum og reynslu fagaðila til handleiðslu. Einnig að fá þeirra sýn á hvort og hvernig handleiðsla gæti haft áhrif á fagþróun og hvað þeir telji vera markmið handleiðslunnar. Leitast var eftir að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er reynsla fagfólks af handleiðslu? Hver eru markmið handleiðslu? Hvernig sjá fagmenn handleiðslu nýtast sem best í þágu fagþróunar?
Til stuðnings við hagnýtt gildi rannsóknarinnar verður leitast við að efla fræðilegan skilning og gildi handleiðslu fyrir fagfólk sem starfar með einstaklingum í erfiðum málum eða aðstæðum, þá er fagleg handleiðsla tæki sem tengir starfið betur við nýjar rannsóknir, fræðilega þekkingu og eigin fagstyrk. Mikilvægt er að starfsfólk fái leiðbeiningar til að huga betur að eigin heilsu í önnum starfsins.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna mjög jákvæð viðhorf til handleiðslu. Þeir sem fá reglulega handleiðslu telja hana gagnast sér vel, en þeir sem hafa ekki aðgang að reglulegri handleiðslu nefndu að hún væri einungis í boði þegar eitthvað kæmi uppá og vildu gjarnan að hún væri regluleg og töldu að það gæti verið fyrirbyggjandi gagnvart veikindum og álagi. Þátttakendur voru sammála um að handleiðsla væri tæki til fagþróunar, meðal annars til að auka við þekkingu þeirra og styðja þá í starfi.
The aim of this study is to gain the experience and vision of a professional on supervision. The work of the participants in the study involve a lot of mental work, they are often challenging and with limited resources. In order to achieve the objectives of the study, a qualitative research method was used. There were 13 open interviews with professionals from various professions. The practical value of research is to gather data and to obtain detailed information on the attitudes and experiences of professionals for supervision. Further, to obtain their ideas of whether and how supervision can affect professional development and what they consider to be the goal of the supervision. In order to achieve these goals, the following research questions will be answered: What is the professionals experience of supervision? What are the goals of supervision? How do professionals foresee benefits of supervision for their professional development?
In support of the practical value of the study, efforts will be made to promote theoretical understanding and supervision for professionals working with individuals in difficult situations. When challenging decisions need to be made in difficult matters, professional supervision is a tool that better connects the work to new research, theoretical knowledge and own professional strength. It is important that staff receive supervision to take better care of themselves when they have lost themselves in their work.
The results of the study indicate a very positive attitude towards supervision and those who receive regular supervision believe it is useful. It was also revealed that those who do not have access to regular supervision mentioned that it was only available when something was up. They would have liked supervision to be regular and thought it could be preventive of illness and stress. Participants agreed that supervision was a tool for professional development, including enhancing their knowledge and supporting them in their work.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skjal til Skemmu.pdf | 41,2 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MA-ritg 22. april.pdf | 1,44 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |