is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34613

Titill: 
  • Mat á árangri PEERS námskeiða í félagsfærni: Börn og unglingar á aldrinum 9-14 ára.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að meta árangur PEERS námskeiða í félagsfærni hjá börnum og uglingum á aldrinum 9-14 ára sem tekið hafa þátt í PEERS námskeiði á vegum Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, fyrirtækisins Félagsfærni - Lesblinda ehf. og félagsþjónustu Árborgar. Rannsóknin er hluti af annarri rannsókn sem metur árangur PEERS námskeiða hjá unglingum á aldrinum 15-18 ára á Íslandi. PEERS stendur fyrir Program for the Evalution and Enrichment of Relational Skills. Á námskeiðinu er kennd félagsfærni með það að markmiði að kenna börnum að eignast vini og viðhalda vinskap. Heilbrigð vinátta getur haft góð áhrif á þroska, andlega heilsu og bætt lífsgæði. PEERS námskeið hafa verið rannsökuð töluvert erlendis en þessi rannsókn ásamt rannsókn annars meistaranema í félagsráðgjöf eru fyrstu árangursmælingar sem gerðar hafa verið á PEERS námskeiðum á Íslandi.
    Við rannsóknina var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Til að meta árangur voru lagðir fyrir matslistar til að mæla þekkingu á félagsfærni, félagsvirkni, samkennd og kvíða fyrir og eftir þátttöku á PEERS námskeiði. Úrtakið samanstóð af 87 börnum og unglingum og foreldrum þeirra sem sóttu PEERS námskeið á tímabilinu september 2016 til maí 2019. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á marktækan mun fyrir og eftir þátttöku í flestum matslistunum, sem gefur til kynna að þátttaka á PEERS námskeiði í félagsfærni bæti þekkingu á félagfærni, auki félagslega virkni, samkennd og dragi úr kvíða hjá börnum og unglingum á aldrinum 9-14 ára.

Samþykkt: 
  • 20.11.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing skemman.pdf244.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Guðrún Helga Andrésdóttir MA lokaverkefni.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna