is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34614

Titill: 
 • Árangursmat PEERS námskeiða í félagsfærni: Unglingar 15-18 ára
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnið fjallar um PEERS námskeið í félagsfærni á Íslandi og mikilvægi félagsfærni unglinga til að ganga vel í lífinu og við félagslegar aðstæður. PEERS stendur fyrir Program for the Education and Enrichment of Relational Skills. Markmið rannsóknarinnar er að meta árangur PEERS námskeiða í félagsfærni á Íslandi fyrir unglinga á aldrinum 15-18 ára sem tekið hafa þátt í PEERS námskeiði á vegum barna- og unglingageðdeildar Landspítala, fyrirtækisins Félagsfærni - Lesblinda ehf og Félagsþjónustu Árborgar. Auk þess var horft til þátta sem mælt var fyrir í fyrirliggjandi gögnum og matslistum fyrir og eftir þátttöku á námskeiðinu. Rannsóknin er hluti af annarri rannsókn sem metur árangur barna og unglinga á aldrinum 9-14 ára eftir PEERS námskeið í félagsfærni á Íslandi. Rannsóknin er fyrsta árangursmatið á PEERS námskeiði í félagsfærni á Íslandi.
  Notast var við meigindlega rannsóknaraðferð þar sem greining fyrirliggjandi gagna úr matslistum PEERS fór fram. Matslistarnir voru fjórir talsins; TASSK listi sem leggur mat á þekkingu unglinga á félagsfærni, QSQ listi sem metur gæði samskipta í hittingum og tíðni hittinga með jafnöldrum, EQ listi sem mælir samkennd unglinga og SAS listi sem mælir kvíða hjá unglingum. Þýðið inniheldur 154 börn og unglinga sem tóku þátt í PEERS námskeiði í félagsfærni frá byrjun haustannar 2016 til loka vorannar 2019. Úrtakið samanstendur af 67 unglingum á aldrinum 15-18 ára.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að árangursmælingar unglinga voru marktækar í öllum tilvikum og jókst þekking á félagfærni, hittingar með jafnöldrum urðu fleiri, samkennd jókst og kvíði minnkaði. Árangursmælingar voru einnig í öllum tilvikum marktækar hjá foreldrum og samkvæmt mati þeirra á unglingunum jókst þekking á félagsfærni þeirra, hittingar með jafnöldrum urðu fleiri, samkennd jókst og kvíði minnkaði.
  Lykilorð: PEERS, félagsfærni, félagsvirkni, samkennd, kvíði, vinátta, unglingar, einhverfa, ADHD.

Samþykkt: 
 • 20.11.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf110.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA-ritgerðSGH LOKASKJAL 20.11.19._.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna