is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34615

Titill: 
  • „Ég held að allir séu "all in" í þessu en umhverfið er ekkert auðvelt“: Reynsla aðstandenda af vistun foreldra með heilabilun á hjúkrunarheimilum.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn þar sem markmiðið var að kanna reynslu aðstandenda af vistun foreldris með heilabilun á hjúkrunarheimili og upplifun þeirra af sjúkdómsferlinu. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferð þar sem tekin voru sex einstaklingsviðtöl við uppkomin börn einstaklinga með heilabilun. Rannsóknarspurningar voru þrjár: Hvernig upplifa aðstandendur vistun foreldra með heilabilun á hjúkrunarheimili? Hvernig breytist umönnunarhlutverk aðstandenda eftir að foreldri flytur á hjúkrunarheimili? Hvar fá aðstandendur upplýsingar og stuðning vegna heilabilunar foreldra? Þar sem undirspurningin var: Hver er reynsla þeirra af fjölskyldufundum? Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að almennt séð væru aðstandendur jákvæðir vegna flutnings foreldris á hjúkrunarheimili. Því fylgdi ákveðinn léttir og flestir voru örþreyttir vegna þeirrar umönnunar sem þau veittu foreldrum sínum á meðan þeir bjuggu heima hjá sér. Flestir upplifðu foreldra sína örugga á hjúkrunarheimilunum en það var margt sem mátti betur fara. Hlutverk þeirra sem umönnunaraðila breyttist á þann veg, eftir flutning foreldra á hjúkrunarheimilin, að þeir fengu að njóta fleiri gæðastunda þar með þeim. Niðurstöðurnar benda til þess að það skorti upplýsingar og stuðning til aðstandenda þegar foreldrar greinast með heilabilun. Þannig sýna niðurstöður að aðstandendur upplifa oft hátt flækjustig í kerfinu og vita oft ekki hvar upplýsingarnar og stuðninginn er að finna. Það virtist heldur ekki vera algengt að aðstandendur sæktu sér stuðning vegna sjúkdóms foreldris og þeir leituðu heldur ekki til hjúkrunarheimilanna. Það er því ákall eftir bættum upplýsingum frá hjúkrunarheimilum til aðstandenda. Stuðningurinn kom í öllum tilfellum frá fjölskyldunni þar sem þær gengu oftast í gegnum það sama með foreldrið og gagnkvæmur skilningur ríkti. Í ljós kom að reynsla aðstandenda af fjölskyldufundum á hjúkrunarheimilum var takmörkuð og þau vildu öll eiga kost á því að fá fund til að hafa samráð við heilbrigðisstéttir hjúkrunarheimila varðandi umönnun og hag foreldra sinna.
    Lykilorð: Aðstandendur, heilabilun, umönnunaraðilar og hjúkrunarheimili.

Samþykkt: 
  • 20.11.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
[Untitled](2).pdf108.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA ritgerð lokaskjal - Hjördís Lilja Sveindóttir.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna