is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34617

Titill: 
 • Myndbönd sem miðlunarleið. Framleiðsla kennslumyndbanda um stafræna miðlun og uppsetning fræðsluefnis á vefsíðu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verkefnis er að framleiða kennslumyndbönd í vefsíðugerð á íslensku fyrir vefráðgjafarfyrirtækið Kóral ehf. Framleiðsluferli myndbanda getur verið krefjandi og huga þarf að mörgum þáttum ef ná á til áhorfenda. Ljóst er að með því að beita sýnikennslu næst meira áhorf og hentar mörgum að geta stundað óformlegt sjálfsnám. Uppbygging myndbanda er ekki síður mikilvæg í þessu ferli en í heildina ná stutt, hnitmiðuð og vel tæknilega framleidd myndbönd mestri athygli á efnisveitunni Youtube. Þegar kemur að því að miðla kennslumyndböndum er farsælast að setja upp notendavænan vef þar sem áhersla er lögð á að gæta jafnvægis á milli vefhönnunar og efnis á vefnum. Myndböndunum verður deilt á vinsælustu samfélagsmiðla Íslands, Facebook og Youtube, en mikilvægt er að fyrirtæki séu sýnileg á þeim miðlum sem markhópar þess halda sig.
  Niðurstöður þarfagreiningar leiddu í ljós að einstaklingar kalla eftir fræðsluefni tengdu vefsíðugerð, en jafnframt er nokkur eftirspurn eftir myndböndum um undirbúning (þarfagreiningu) sem æskilegt er að eigi sér stað áður en uppsetning á vef hefst. Með fræðsluefni um vefsíðugerð er einnig verið að koma til móts við þann hóp fólks sem veigrar sér við að læra tæknilegt efni á öðru tungumáli en íslensku og um leið sýna fram á að vefsíðugerð þarf ekki að vera kostnaðarsöm og unnin af sérhæfðum aðilum.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this project is to produce instructional videos for web development in Icelandic for the web consultancy Kóral ehf. The creative and production process of such videos is very demanding and they require many attributes to both reach and attract the target audience. It is clear that by using interactive videos that demonstrate functionality you can gain more views and its suits those who wish to learn in an informal manner. The structure of the videos is no less important in this process where short, targeted, and technically well produced videos achieve the highest results on Youtube. When it comes to distributing these instructional videos the most likely avenue for success is to set up a user friendly website with an emphasis on maintaining a balance between design and content on the website.
  Videos are distributed to the most popular social media platforms used in Iceland, Facebook and Youtube, but it is no less important that companies maintain visibility on all the mediums their target audience are likely to use. The results from a needs analysis were a clear indicator that individuals are calling for instructional content for web development. In addition there is demand for videos relating to the preparation (needs analysis) which is desirable before developing a new website. This type of instructional content is also catering to that demographic that might be insecure about learning technical matters in a different language than Icelandic

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 26.11.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Myndbönd sem miðlunarleið.pdf13.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_edr.pdf207.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF