en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34618

Title: 
  • Title is in Icelandic Ekki taka mig, hjálpaðu mér að vera: Börn í umönnunarhlutverki gagnvart foreldrum með alvarlega geðsjúkdóma
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar er að rýna í reynsluheim fullorðinna einstaklinga sem hafa alist upp með foreldri með alvarlegan geðsjúkdóm og verið í hlutverki umönnunaraðila. Ætlunin er að skoða upplifun þeirra og reynslu af veikindum foreldra og umönnunarhlutverkinu. Auk þess er tilgangurinn að skoða hvaða stuðningur hefur staðið þeim til boða og hverjar þarfir þessa hóps eru fyrir þjónustu. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð og voru tekin sex einstaklingsviðtöl við fimm konur og einn karlmann á aldrinum 24 til 53 ára. Allir viðmælendur áttu það sameiginlegt að hafa átt veikar mæður í æsku sem glímdu við alvarlega og langvinna geðsjúkdóma og verið í hlutverki umönnunaraðila. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að veikindi foreldris og umönnunarhlutverkið höfðu í flestum tilfellum neikvæð áhrif á líðan þeirra en algengt var að þeir upplifðu skömm, sektarkennd og ótta við að verða veikir eins og foreldrið. Þá höfðu veikindin og ábyrgðin sem þeir báru áhrif á tengsl og samskipti innan fjölskyldunnar og í sumum tilfellum voru tækifæri þeirra til náms og félagslegrar þátttöku skert. Flestir viðmælendur lýstu skorti á stuðningi í æsku þá sérstaklega þegar kom að formlegum stuðningi eins og veittur er af stofnunum innan heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfis. Allir greindu frá því að þeir hefðu viljað hafa greiðan aðgang að einhverjum fullorðnum einstaklingi utan fjölskyldunnar sem þeir gætu leitað til þegar þeir þyrftu á að halda.

  • The aim of this study was to explore adults´ childhood experience of living with and caring for parents with severe and enduring mental illness and see what impact it had on their lives. Furthermore to gain better understanding of their needs and to see what kind of support the system offered them. Qualitative research methods were used and six individual interviews conducted with five women and one man aged 24-53 years. All interviewees grew up with a sick mother that was struggling with severe and chronic mental illness and were in the role of a caregiver. The findings of the research indicate that children that care for parents with mental illness frequently were exposed to negative feelings such as shame, guilt and fear of catching the disease. The illness affected attachment between parents and children and communication within the family. Social opportunities and school performance were also affected. Most interviewees expressed a lack of support, especially when it came to formal support, as provided by health, welfare and educational institutions. Everyone stated that they wanted to have an easy access to any adult person outside the family that they could look for when they needed to and rely on when things got tough.

Accepted: 
  • Nov 28, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34618


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
75312408_557013518426573_5588586255572008960_n.jpg119.15 kBLockedDeclaration of AccessJPG
MAritgerd_ths200_EkkiTakaMigHjalpaduMerAdVera (LOKA).pdf1.1 MBOpenComplete TextPDFView/Open