is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34619

Titill: 
 • "Þá er maður að kveikja einhverja neista": Hlutverk skólasafns við að efla lestrargetu og lestrargleði.
 • Titill er á ensku "Then we are sparkling some interest": The role of the school library to increase students reading skills and promote reading for pleasure.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til MIS gráðu í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Hún fjallar um notkun skólasafns við kennslu í fyrsta til fjórða bekk grunnskóla. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á reynslu umsjónarkennara, sérkennara og skólasafnskennara af starfsemi skólasafna. Ásamt því að athuga hvernig skólasöfnin geta skipulagt og þróað starfsemi sína með læsi og lestraránægju að leiðarljósi. Tilgangur með rannsókninni var að varpa ljósi á hvernig skólasafnið getur stuðlað að aukinni lestrargetu og lestraránægju nemenda í fyrsta til fjórða bekk grunnskóla.
  Við rannsóknina var notast við eigindlega rannsóknaraðferð sem byggir á sex einstaklingsviðtölum sem tekin voru á tímabilinu september 2018 til júní 2019.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að reynsla kennara af skólasafninu sé almennt jákvæð. Þeir nota skólasafnið til að styðja við kennsluna og lestrarnám barnanna. Jafnframt líta þeir á skólasafnið sem mikilvægan stuðning við kennsluna og nýta það til að nálgast bækur til upplestrar, lestrarþjálfunar, þemavinnu, ánægjulesturs og náms.
  Niðurstöður gefa einnig til kynna að upplýsingafræðingar á skólasöfnum geta stuðlað að læsi og lestraránægju með störfum sínum. Leggja þarf áherslu á að skólasöfnin séu vel búin, bjóði lestrarhvetjandi þjónustu og veiti tíma í lesendaráðgjöf.
  Einnig kom bersýnilega í ljós að allt skólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu læsis og lestraránægju ásamt uppbyggingu lestrarmenningar. Koma þarf á auknu samstarfi á milli kennara og skólasafnskennara til að nýta skólasafnið á sem árangursríkastan hátt. Ásamt þessu þarf að kynna vel hlutverk skólasafnsins og þjónustuna sem það býður uppá fyrir nemendum, kennurum og foreldrum.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is written for a MIS degree in Information Science at the University of Iceland. It discusses the use of a school library with teaching in the first to fourth grades of elementary school. The aim of the study was to gain an understanding of the experience of supervising teachers, special education teachers and library teachers how they use the school library in their teaching activities. As well how the school library can organize and develope the service with literacy and reading motivation as a guiding light. The aim of the study was also to highlight how the school library can increase students reading skills and promote reading for pleasure in the first to fourth grades of primary school.
  The study used a qualitative research method based on six individual interviews taken from September 2018 to June 2019.
  The results of this study are that interviewees experience of using the school library are generally positive. They use the school library to support their teaching and children's reading. They also see the school library as an important support for their teaching and use it to access books for reading, reading training, theme work, reading for pleasure and learning. Findings also shows that information specialists in school libraries can promote literacy and reading for pleasure with their work. It is important to emphasize that the school libraries are well equipped, offer reference services and provide time for readers advisory.
  It was also made clear that the entire school community plays an important role in enhancing literacy and promoting reading for pleasure, in addition building reading culture. Collaboration between teachers and school library teachers is needed to make the most effective use of the school library sevice. Along with this, the role of the school library and the services it offers to students, teachers and parents need to be well promoted.

Samþykkt: 
 • 2.12.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þá er maður að kveikja einhverja neista nóvember 2019.pdf692.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni SMH 2019.pdf443.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF