is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34620

Titill: 
  • „Léttir að ég væri ekki vitlaus“ Upplifun og reynsla nemenda við Háskóla Íslands með ADHD greiningu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukinn fjöldi fólks sækir um háskólanám sem ýtir undir fjölbreytileika nemenda og þar með fjölgar þeim sem glíma við ýmsar hindranir tengdar námi. Þessi nemendahópur þarf oft á tíðum meiri stuðning, og hefur mismunandi þarfir og væntingar. Nemenda hópurinn hefur oft á tíðum aðrar væntingar og þarfir er kemur að námi og kennslu.
    Ritgerðin fjallar um nemendur með athyglisbrest með eða án ofvirkni/hvatvísi (ADHD) greiningu við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknar var að varpa ljósi á þann stuðning sem nýtist nemendum með ADHD greiningu við nám í Háskóla Íslands Leitast var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er reynsla og upplifun nemenda með ADHD greiningu við Háskóla Íslands af formlegum og óformlegum stuðningi við nám sitt? Hvernig lýsa nemendur með ADHD greiningu þeim áskorunum sem þeir mæta við nám sitt ?
    Við rannsóknina var notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við nemendur á aldrinum 35-40 ára. Helstu niðurstöður sýna að nemendur með ADHD greiningu sækja sér frekari formlegs stuðnings til náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands heldur en óformlegs stuðnings til fjölskyldu og vina. Þeir sem sækja sér stuðnings til náms- og starfsráðgjafar eru að einna helst að óska eftir lengdum próftíma. Einnig að þeir sem sækja sér stuðning til fjölskyldu og vina fá frekar andlegan stuðning.
    Þess er vænst að niðurstöður rannsóknar nýtist til að efla skilning á þörfum nemenda með ADHD greiningu í háskólanámi og bæta þjónustu við nemendur með ADHD greiningu í háskólum.
    Lykilorð: ADHD, námsvandi, háskólanám, hindranir, stuðningur

Samþykkt: 
  • 3.12.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.pdf107.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Guðný Helena_MA_ SKIL.pdf584.68 kBLokaður til...01.01.2100PDF