is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34623

Titill: 
 • Með læsi í farteskinu opnast nýr heimur : lengi býr að fyrstu gerð
 • Titill er á ensku With literacy in your bag opens a new world
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er lagður grunnur að undirstöðuþáttum máls og læsis gegnum málörvun og vinnu með fjölbreytta þætti bernskulæsis. Á leikskólaárunum eru börn að leggja grunn að tungumálinu, þar sem leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla eru ásamt foreldrum, mikilvægar málfyrirmyndir.
  Bernskulæsi er hugtak sem vísar til mikilvægra þátta í þróun tungumálsins sem mynda undirstöður að lestrarnámi barna. Víðtækar rannsóknir hafa leitt í ljós að undirstöðufærni í hljóðkerfisúrvinnslu, þekking á rittáknum og færni í talmáli hefur úrslitaáhrif á það hvernig börnum muni ganga að ná tökum á lestri.
  Tungumálið er verkfæri hugsunarinnar og því má segja að á leikskólaárunum sé lagður grunnur að námi barna til framtíðar litið og þess vegna er mikilvægt að leikskólakennarar og starfsfólk geti stutt við málþroska barna á sem fjölbreyttastan hátt, bæði í gegnum leik og skipulegar stundir.
  Í lokaverkefni þessu var unnið að gerð Handbókar fyrir leikskólakennara sem spannar fjölmörg verkefni og viðfangsefni tengd vinnu með bernskulæsi út frá fyrirframgreindum þemum. Handbókinni er ætlað að styðja starf leikskólakennara við undirbúning læsis, en í bókinni er meðal annars að finna verkefni sem tengjast eflingu orðaforða, hlustunarskilnings og frásagnarhæfni, en þessir þættir mynda mikilvægan grunn að lesskilningi barna þegar í grunnskóla er komið.
  Helsta námsleið leikskólabarna fer í gegnum leikinn, þar læra börnin málið gegnum boðleiðir í leik, boðskipti við önnur börn, kennara og annað starfsfólk. Í leikskólanum tengist málörvun barnanna við allar athafnir þeirra og flest það sem gerist innan veggja leikskólans.
  Markmið með handbókinni er að efla vinnu með bernskulæsi í leikskólastarfi og stuðla að því að hægt sé að vinna með bernskulæsi á sem fjölbreyttastan máta, bæði með börnum sem hafa íslensku að móðurmál, en ekki síður með tvítyngdum börnum. Einn af áhersluþáttunum Handbókar eru viðfangsefni, vinnustundir og leikir þar sem börn vinna saman í pörum og litlum hópum, en það eykur möguleika tvítyngdra barna til að æfa máltjáningu og efla orðaforða.
  Leikskólakennarar búa yfir fagmennsku sem byggð er á þekkingu á tengslum máls og læsis. Rannsakendur hafa sýnt fram á að því betri þekkingu sem leikskólakennarar hafa á þeirri færni sem leggur grunn að læsi, því meiri árangurs megi vænta af leikskólastarfinu.

 • Útdráttur er á ensku

  Preschool is the primary educational level for children. In preschool the foundation is set for the basic aspects of language and literacy established through language stimulation and in work with various aspects of emergent literacy. During the preschool years, children learn the basis for their language skills, where preschool teachers, preschool staff along with parents play an important role as language role models.
  Emergent literacy is a term that refers to important factors in language development that forms the basis for children’s reading education. Extensive studies have revealed that basic skills in phonology process, grapheme comprehension and oral language skills have a decisive influence on how children will master reading.
  Language is the instrument of thought, and therefore it can be assumed that during the preschool years, a basis is formed for children’s future education. Therefore, it is important that preschool teachers and preschool staff can support children’s language development in the most diverse way, both through play and organized lessons.
  In this final thesis, the author has designed a Handbook for preschool teachers, which spans various projects and subjects related to work with emergent literacy based on prespecified themes. The handbook is intended to support the preschool teacher’s work in relation to literacy. The book contains, among other things, projects related to stimulation of
  vocabulary, listening comprehension and narrative skills. All these factors form an important basis for children’s reading comprehension when they start primary school.
  Preschool children 's main way of education is through play, where children learn language through play, communication with other children, teachers and other staff. In preschool, children's language stimulation is related to all their activities and most of what happens within the walls of the preschool establishment.
  The aim of the handbook is to stimulate emergent literacy work in preschool activities and to promote the possibility to use emergent literacy in the most diverse way, both while working with children who have Icelandic as their native language, as well as bilingual children. One of the main emphasis of the handbook are topics, tasks and games where children work together in pairs and small groups, which increases the potential of bilingual children to practice language expression and stimulate vocabulary.
  Preschool teacher’s professionalism is established in their knowledge on relations between language and literacy. Studies have shown that the more enhanced knowledge preschool teachers have of the skills that are essential for the foundation of literacy, the more success can be expected in the preschool work.

Samþykkt: 
 • 4.12.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
27-5.þórunn valdimarsdóttir.kt. 280654-2139 Greinargerðin.pdf1.23 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
27-5-2019þórunn valdimarsdóttir.kt. 280654-2139 handbókin.pdf2.02 MBLokaður til...01.05.2024HandbókPDF
yfirlysing_thorunnvald.pdf54.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF