is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34628

Titill: 
  • Greining undirstofna RS veiru á Íslandi: Aðferðaþróun með notkun rauntíma PCR og faraldsfræði 2017-2019
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Útdráttur: 
  • Respiratory syncytial veiran (RSV) er ein algengasta orsök sýkinga í neðri öndunarfærum hjá börnum undir 5 ára. RSV tilheyrir ættkvísl Pneumovirinae sem er af ætt Paramyxoviridae. Undirstofnar RSV eru tveir, undirstofn A og B, sem aðgreinast aðallega eftir byggingu glýkópróteins G á yfirborði hjúps veirunnar. Sýnt hefur verið fram á að undirstofn A valdi alvarlegri einkennum hjá sjúklingum en undirstofn B, en undirstofnar RSV hafa ekki verið greindir í hefðbundnum mælingum á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
    Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferð til að greina undirstofna RSV, undirstofn A og B og kanna algengi þeirra hér á landi á afmörkuðu tímabili. Rannsóknin náði yfir tvö ár, frá 1. september 2017 til 1. júní 2019. Alls voru rannsökuð 515 RSV jákvæð sýni, 247 (48,0%) sýni frá karlkyns einstaklingum og 268 (52,0%) sýni frá kvenkyns einstaklingum. Flest voru sýnin úr aldursflokkunum 0 til 4 ára og 60 ára og eldri. Af 515 sýnum voru 487 sýni sem hægt var að greina í undistofna. Flest sýnin, 287 (59,0%) reyndust af undirstofni B en af undirstofni A greindust 200 (41,0%) sýni. Undirstofn B var algengari á RSV-tímabilinu nóvember 2017 til mars 2018 en undirstofn A var algengari í nóvember 2018 til mars 2019. Af 515 sýnum bárust 438 (85,0%) þeirra frá Landspítalanum, þá flest frá bráðamóttöku barna.
    Í þessu verkefni var þróuð ný rauntíma RT-PCR aðferð til greiningar á undirstofnum RSV sem hægt er að innleiða á Landspítalanum. Faraldsfræði veirunnar var skoðuð sem gefur betri sýn yfir hegðun veirunnar.

Samþykkt: 
  • 13.12.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lena Björg Harðardóttir.pdf621.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf67.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF